spot_img
HomeFréttirUndanúrslitaviðureign Hauka og Tindastóls hefst í kvöld!

Undanúrslitaviðureign Hauka og Tindastóls hefst í kvöld!

Undanúrslitaeinvígi Hauka og Tindastóls í Domino´s-deild karla hefst í kvöld! Þessi fyrsti leikur liðanna fer fram í DB Schenkerhöllinni í Hafnarfirði þar sem Haukar hafa heimaleikjaréttinn í seríunni. Liðin áttust einnig við í undanúrslitum á síðustu leiktíð þar sem Tindatóll hafði betur 3-1.

Bæði liðin komu 3-1 upp úr 8-liða úrslitum þar sem Haukar lögðu Þór Þorlákshöfn 3-1 og Tindastóll lagði Keflavík 3-1. Gangurinn á liðunum hefur verið alveg myljandi eins og þeir segja, Tindastóll lokaði deildarkeppninni með sjö sigrum í röð og með 3-1 sigrinum á Keflavík er staðan 10-1 á Tindastól. Haukar lokuðu deilarkeppninni með átta sigrum í röð og unnu Þór 3-1 og staðan á þeim því 11-1.

 

Haukar hafa einu sinni orðið Íslandsmeistarar en það var árið 1988 en Tindastóll hefur aldrei unnið þann stóra. Í þrígang hafa Haukar tapað í úrslitum (1985, 1986 og 1993) og í tvígang hafa Stólarnir tapað í úrslitum (2001 og 2015).

 

Allir leikir dagsins

 

Mynd/ Axel Finnur – Helgi Freyr leikmaður Tindastóls sækir að Hauki Óskarssyni liðsmanni Hauka í deildarviðureign liðanna í Hafnarfirði. 

Fréttir
- Auglýsing -