spot_img
HomeFréttirUndanúrslitaleikir Powerade-bikars kvenna settir á - báðir úrslitaleikirnir fara fram 18. febrúar...

Undanúrslitaleikir Powerade-bikars kvenna settir á – báðir úrslitaleikirnir fara fram 18. febrúar eins og til stóð

Mótanefnd KKÍ hefur sett undanúrslitaleiki Powerade-bikars kvenna á næstkomandi mánudag kl. 19.15. Ekki var hægt að setja á undanúrslitaleikina á sínum tíma þar sem að kæra barst frá kkd. Keflavíkur vegna framkvæmdar leiks Njarðvíkur og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna. Nú er komin úrskurður úr þeirri kæru og standa úrslit leiksins þar sem Njarðvík fór með sigur af hólmi.
KKÍ barst tilkynning frá kkd. Keflavíkur þess efnis að félagið ætli ekki að áfrýja niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar og því ákvað mótanefnd að setja leikina á.
 
Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ sagði í snörpu samtali við Karfan.is rétt í þessu að þetta þýddi að úrslitaleikur kvenna færi fram 18. febrúar eins og upphaflega stóð til. Óttast var á tíma um að úrslitaleikur kvenna í bikarkeppninni gæti ekki farið fram sama dag sökum kærumálsins en nú hefur það verið staðfest að bikarúrslit karla og kvenna verði 18. febrúar, kvennaleikurinn kl. 13:30 og karlaleikurinn kl. 16:00.
 
Undanúrslit kvenna 13. febrúar kl. 19.15:
Njarðvík-Haukar
Snæfell-Stjarnan
  
Fréttir
- Auglýsing -