spot_img
HomeFréttirUndanúrslitaeinvígi Grindavíkur og Stjörnunnar hefst í kvöld

Undanúrslitaeinvígi Grindavíkur og Stjörnunnar hefst í kvöld

Í gær hófst undanúrslitaeinvígi KR og Þórs úr Þorlákshöfn þar sem vesturbæingar tóku 1-0 forystu eftir flautukörfu. Í kvöld kl. 19:15 hefst undanúrslitaeinvígi deildarmeistara Grindavíkur og Stjörnunnar en Grindavík hefur heimaleikjaréttinn og því er leikið í Röstinni í kvöld.
Grindavík lagði Njarðvík 2-0 á leið sinni í undanúrslit en Stjarnan lagði Keflavík 2-1 eftir framlengdan oddaleik í Ásgarði. Fjögur efstu lið eftir deildarkeppnina eru nú eftir, Grindavík sem lið nr. 1 mætir Stjörnunni sem liði nr. 4.
 
Grindvíkingar hafa beðið lengur eftir þessu einvígi þar sem þeir þurftu bara tvo leiki til að komast áfram og Garðbæingar koma funheitir eftir oddaleik inn í þessa seríu. Vafalítið verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta til leiks en Grindavík vann báða deildarleiki liðanna á tímabilinu.
 
Mynd/ [email protected] Lindmets sækir að Sigurði Gunnari fyrr á þessari leiktíð. Þessir tveir krafthúsakappar munu þá ófáa hildina há næstu daga.
Fréttir
- Auglýsing -