spot_img
HomeFréttirUndanúrslit Powerade bikarsins

Undanúrslit Powerade bikarsins

Nú rétt í þessu var dregið í undanúrslit Powerade-bikarsins bæði í karla og kvennaflokki. Drátturinn fór fram í húsakynnum Vífilfells og var það Gunnar Lár, vörumerkjastjóri Powerade, sem sá um að draga undir styrkri stjórn Hannesar Jónssonar, formanns KKÍ.
 
Liðin sem voru í pottinum hjá konunum eru Haukar, Keflavík, KR og Snæfell
Keflavík – Haukar
Snæfell – KR
 
Hjá körlunum voru Grindavík, ÍR, Tindastóll og Þór Þorlákshöfn í pottinum.
Grindavík – Þór Þorlákshöfn
Tindastóll – ÍR
 
Það er ljóst að það verða hörku rimmur í undanúrslitunum og verður spennandi að sjá hvernig leikar fara en allir leikirnir fara fram 2.-3. febrúar
 
Fréttir
- Auglýsing -