Í kvöld fara fram undanúrslitin í Lengjubikarkeppni karla en leikið verður í Iðu á Selfossi. Heimamenn í FSu mæta Stjörnunni í fyrri leik kvöldsins kl. 18:15.
Í síðari leiknum eigast við Þór Þorlákshöfn og Haukar og hefst leikurinn kl. 20:30 en þetta eru einu tvö taplausu lið keppninnar til þessa.
Báðir leikirnir verða í lifandi tölfræði á KKI.is og í beinni útsendingu hjá SportTV.is
Á laugardag mætast sigurlið gærdagsins og sigurlið kvöldsins í úrslitum en þau fara einnig fram í Iðu. Úrslitaleikur kvenna hefst kl. 14:00 á laugardag og úrslitaleikur karla kl. 16:30.



