spot_img
HomeFréttirUndanúrslit karla hefjast í dag

Undanúrslit karla hefjast í dag

Í dag hefjast undanúrslitin í Iceland Express deild karla þegar KR og Þór Þorlákshöfn mætast í sínum fyrsta leik í DHL-höllinni kl. 19:15. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.
KR lagði Tindastól 2-0 á leið sinni í undanúrslitin en Þór Þorlákshöfn lagði Snæfell 2-1 eftir hjartastyrkjandi oddaleik í Þorlákshöfn.
 
Vesturbæingar kynda undir grillunum kl. 18:00 og þá kemur fram á heimasíðu KR að fólk er hvatt til að mæta tímanlega enda spá þeir því að um húsfylli verði að ræða amk. hálftíma fyrir leik.
 
Mynd/ [email protected]: KR-ingar fá Þór í heimsókn í kvöld
 
  
Fréttir
- Auglýsing -