spot_img
HomeFréttirUndanúrslit Dominos deildar karla fara af stað í kvöld

Undanúrslit Dominos deildar karla fara af stað í kvöld

Undanúrslit Dominos deildar karla fara af stað í kvöld þegar að Þór tekur á móti Stjörnunni í Þorlákshöfn.

Hitt undanúrslitaeinvígið, Keflavík gegn KR, rúllar svo af stað annað kvöld, þriðjudag.

Þórsarar enduðu í öðru sæti Dominos deildarinnar þetta tímabilið á meðan að Stjarnan var sæti neðar í því þriðja.

Liðin hafa í tvígang mæst áður í vetur og hafði Þór sigur í bæði skiptin. Fyrri leikinn unnu þeir í Garðabæ í janúar með 11 stigum, en þann seinni í Þorlákshöfn í mars með 9 stigum.

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla, þar sem mótherjinn verður sigurvegari einvígis Keflavíkur og KR.

Leikur dagsins

Dominos deild karla:

Þór Stjarnan – kl. 20:15

Fréttir
- Auglýsing -