spot_img
HomeFréttirUndanúrslit Champions League á Tenerife

Undanúrslit Champions League á Tenerife

Undanúrslit Champions League verða leikin á Tenerife þann 28. apríl næstkomandi og bronsleikurinn ásamt úrslitaleiknum fara svo fram 30. apríl. Eins og glöggir muna er þetta fyrsta tímabilið í Champions League sem er andsvar FIBA Europe við hinni einkareknu Euroleague sem einnig er í fullum gangi.

Í undanúrslitum Champions League mætast annarsvegar Banvit og AS Monaco og hinsvegar Iberostar Tenerife og Umana Reyer Venezia.

Banvit eru þessa stundina í 4. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar og nýkrýndir bikarmeistarar, Umana Venezia eru í toppbaráttunni í ítölsku úrvalsdeildinni og AS Monaco á toppi frönsku Pro A deildarinnar. Heimamenn í Tenerife hafa verið á mikilli siglingu og eru efstir í ACB deildinni á Spáni svo það er von á öflugum leikjum á Tenerife 28. aprí næstkomandi og ekki galið fyrir Íslendinga sem verða þarna ytra að tryggja sér miða á þennan viðburð.

Fréttir
- Auglýsing -