spot_img
HomeFréttirUndankeppni Ólympíuleikana hafin

Undankeppni Ólympíuleikana hafin

9:15

{mosimage}

Tsartsaris treður knettinum gegn Líbönum í gær

Undankeppni Ólympíuleika karla hófst í gær í Aþenu í Grikklandi með fjórum leikjum. 12 lið keppa um síðustu 3 sætin á Ólympíuleikunum sem hefjast 8. ágúst í Peking. Úrslit gærdagsins voru öll eftir bókinni en keppnin heldur svo áfram í dag og lýkur á sunnudag.

Úrslit gærdagsins voru þau að Ný Sjálendingar sigruðu Grænhöfðaeyjar örugglega 77-50 og skoraði Ben Hill fyrrum leikmaður Hattar 3 stig á þeim 11 mínútum sem hann lék fyrir Ný Sjálendinga.

Slóvenar unnu Suður Kóreu 88-76 og var Radoslav Nesterovic sem nýlega gekk til liðs við Indiana frá Toronto, stigahæstur Slóvena með 26 stig.

Þá sigruðu Króatar Kamerúna 93-79 og var Marko Tomas leikmaður Real Madrid stigahæstur Króata með 22 stig.

Að lokum unnu heimamenn Líbani 119-62 og var Konstantions Tsartsaris fyrrum leikmaður Grindavíkur stigahæstur Grikkja með 15 stig en stigaskor þeirra dreifðist mjög jafnt og voru m.a. 6 leikmenn sem skoruðu 10 stig eða meira.

Í dag leika svo Slóvenar gegn Kanada, Þjóðverjar mæta Grænhöfðaeyjum, Kamerún og Púerto Rico og að lokum Líbanon og Brasilía.

[email protected]

Mynd: www.fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -