spot_img
HomeFréttirUMFN-Haukar leikur 3: Njarðvík 2-1 Haukar

UMFN-Haukar leikur 3: Njarðvík 2-1 Haukar

UMFN og Haukar eigast nú við í sínum þriðja úrslitaleik í Iceland Express deild kvenna en leikið er í Ljónagryfjunni. Ef Njarðvík vinnur verða þær Íslandsmeistarar.

– Leik lokið… 66-69 fyrir Hauka sem unnu fjórða leikhluta 25-15. Það verður fjórði leikur í Hafnarfirði á laugardag. Njarðvíkingar fengu fínt tækifæri til að ná leiknum í framlengingu en Hardy reyndi erfiðan þrist sem náði ekki á hringinn. Mögnuð frammistaða Hauka hér í fjórða leikhluta, Jenkins lauk svo leik með 26 stig og 29 fráköst… ja hérna.

– 6.75 sek eftir… 66-69 og Haukar misnota fjögur vítaskot í röð! Njarðvík á nú innkast eftir villu… 

– 22sek eftir af leiknum: Grænar brutu strax á Haukum og Jenkins breytti stöðunni í 61-67 á vítalínunni. Við erum á leið í leik fjögur næstkomandi laugardag en þá mætast þessi mögnuðu lið í Schenkerhöllinni… tja nema ef grænar draga fram kraftaverk á 22 sek!

– 25 sek eftir af leiknum: 61-65 fyrir Hauka… Hardy var enda við að taka erfiðan þrist sem náði ekki á hringinn og Haukar eiga boltann. Hafnfirðingar eru að snúa dæminu við, eiga fjórða leikhluta núna líkt og Njarðvík gerði í tveimur fyrstu leikjunum. Hér stefnir allt í fjórða leik…

– 1.06mín eftir af leiknum: 61-65 fyrir Hauka! Rhoads að skora og fá villu að auki.

– 1.22mín eftir af leiknum: 61-62 fyrir Hauka og Hafnfirðingar taka leikhlé. Haukar leiða fjórða leikhluta 10-18 en gestirnir hafa enn ekki skorað þrist í leiknum. Jenkins er ,,náttlega" bara í bullinu hérna með 24 stig og 28 fráköst takk fyrir.

– 2.43mín eftir af leiknum: 58-60 fyrir Hauka, Margrét Rósa að koma Hafnfirðingum yfir á vítalínunni.

– 3.12mín eftir af leiknum: 58-58… Rhoads að jafna fyrir Hauka á vítalínunni… hér verður hádramatískur lokasprettur gott fólk.

– 5.00mín eftir af leiknum: 55-56 fyrir Hauka! Hafnfirðingar komnir yfir, Rhoads með fjögur stig í röð og nú var Gunnhildur Gunnars að koma Haukum yfir í fyrsta sinn síðan í stöðunni 3-4!

– 7.11mín eftir af leiknum: 55-52 fyrir UMFN…Rhoads að minnka muninn á vítalínunni fyrir Hauka. Rhoads hefur átt erfitt uppdráttar í leiknum en ef hún bætir við sig snúning getur allt gerst hér í gryfjunni og það er ekki ofsögum sagt að Haukar þurfa virkilega á því að halda að hún rífi nú fram sparihliðarnar.

– 8.30mín eftir af leiknum: 53-48 fyrir UMFN og grænar voru í heila mínútu í sókn með góðri baráttu í sóknarfráköstum og þessari mínútu lauk með körfu frá Salbjörgu í Njarðvíkurliðinu.

– Þriðja leikhluta lokið: 51-44 fyrir UMFN en Haukar unnu leikhlutann 22-18. 

– 1.19mín eftir af þriðja: 49-42 fyrir Hauka… Margrét Rósa var að skora fyrir gestina, fékk villu að auki en vítið vildi ekki niður. Haukar hafa enn ekki skorað þrist í leiknum!

– 1.58mín eftir af þriðja: 49-40 fyrir UMFN og Haukar taka leikhlé. Þriðji leikhluti hefur verið afar jafn en Haukar leiða leikhlutann 16-18. 

– 3.40mín eftir af þriðja: 47-38 og UMFN kemur með 4-0 áhlaup út úr leikhléi.

– 4.41mín eftir af þriðja: 43-38 fyrir UMFN en Haukar eru á 8-0 áhlaupi og Njarðvíkingar taka leikhlé. Jenkins 18 stig og 19 fráköst, þvílík maskína!

– 6.00mín eftir af þriðja: 43-32 fyrir UMFN og Petrúnella Skúladóttir er dottin í gírinn og búin að gera 8 stig í leikhlutanum fyrir Njarðvíkinga.

– 7.50mín eftir af þriðja: 35-26 fyrir UMFN… Jenkins að taka hér 18 frákastið sitt, brunaði svo upp og skoraði í Njarðvíkurteignum. Myndarleg tvenna hjá Jenkins dottin í hús eftir 23mín leik, 14 stig og 18 fráköst!

– Síðari hálfleikur er að hefjast og hér í hálfleik fór fram fín skemmtun þar sem fyrrum leikmaður UMFN, Jóhannes Albert Kristbjörnsson, reyndi við Iceland Express hringlið en það gekk ekki betur en svo að þessi kappi steinlá og rétt hafði það af að skjóta frá þriggja með miður góðum árangri. Skemmtilegt uppátæki þetta hjá IEX.

– Skotnýting liðanna í hálfleik:
UMFN: Tveggja 32% – þriggja 23,8% og víti 40%
Haukar: Tveggja 27% – þriggja 0% – víti 40%

– Hálfleikur: 33-22 fyrir UMFN í hálfleik… Haukar áttu fína rispu undir lok annars leikhluta. Lele Hardy er með 13 stig og 12 fráköst í Njarðvíkurliðinu en Jenkins er með 10 stig og heil 17 fráköst hjá Haukum.

– 49 sek eftir af öðrum: 33-20 fyrir UMFN… hér var Jenkins í liði Hauka að sýna fín varnartilþrif aðeins íklædd öðrum skónum.

– 2.00mín eftir af öðrum: 33-18 fyrir UMFN, María Lind skorar fyrir Hauka í Njarðvíkurteignum eftir sóknarfrákast.

– 4.40mín eftir af öðrum: 31-14 fyrir UMFN og það gengur bókstaflega ekkert hjá Haukum. Þær sækja linnulaust í teiginn og eftir tæplega 16mín leik eru þær 6 af 25 í teignum.

– 5.52mín eftir af öðrum: 30-13 fyrir UMFN, þrír þristar í röð hjá heimakonum sem leika á als oddi hér í Ljónagryfjunni á meðan gestirnir úr Hafnarfirði vita ekki sitt rjúkandi ráð. Haukar eru í svæðisvörn og Njarðvíkingar láta bara rigna þristum, eru 5 af 16 til þessa.

– 6.41mín eftir af öðrum: 27-13 fyrir UMFN og grænar búnar að smella tveimur þristum yfir svæðisvörn Hauka, fyrst Hardy og svo Ína. 

– 8.00mín eftir af öðrum: 24-13 fyrir UMFN eftir þrist frá Hardy. Fyrsta mínúta leikhlutans var stigalaus. 

– Fyrsta leikhluta lokið: 21-11 fyrir UMFN. Haukar reyndu ekki þrist í leikhlutanum og gestirnir hafa fundið fáar og litlar glufur á vörn Njarðvíkinga. Hardy og Baker-Brice báðar með 9 stig hjá grænum en Margrét Rósa með 5 stig í liði Hauka þar sem Rhoads og Jenkins verða að fara að koma sér í gírinn ef ekki á illa að fara fyrir Hafnfirðingum.

– 59 sek eftir af fyrsta: 21-11 Margrét Rósa skorar fyrir Hauka með gegnumbroti og fékk víti að auki sem söng í netinu.

– 2.00mín eftir af fyrsta: 19-8 fyrir UMFN sem eru miklu grimmari þennan fyrsta leikhluta. Sóknarleikur Hauka er hvorki fugl né fiskur og gestirnir fara óvarlega með boltann.

– 3.30mín eftir af fyrsta: 14-6 fyrir UMFN og Haukar taka leikhlé. Baker-Brice og Hardy báðar með 7 stig hjá grænum en Haukum gengur illa að finna körfuna, hafa hvorki tekið þrist í leiknum né komist á vítalínuna. 

– 4.20mín eftir af fyrsta: 12-6 fyrir UMFN og Haukar hafa enn ekki tekið þriggja stiga skot í leiknum.

– 6.44mín eftir af fyrsta: 10-4 fyrir UMFN, Baker-Brice að skora og fá villu að auki. Vítið vildi ekki niður en hún fékk annan séns… Njarðvík náði boltanum eftir Haukafrákast, Baker-Brice skoraði aftur, fékk villu og setti vítið. 

– Leikur hafinn og staðan 3-4 fyrir Hauka eftir þriggja mínútna leik.

Byrjunarliðin:

Njarðvík: Shanae Baker-Brice, Petrúnella Skúladóttir, Ólöf Helga Pálsdóttir, Salbjörg Sævarsdóttir og Lele Hardy.

Haukar: Jence Ann Rhoads, Margrét Rósa Háldfándardóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, María Lind Sigurðardóttir og Tierny Jenkins. 
 
Dómarar kvöldsins eru þeir Davíð Hreiðarsson og Jón Guðmundsson.
Fréttir
- Auglýsing -