spot_img
HomeFréttirUMFK leitar að þjálfara

UMFK leitar að þjálfara

 

Ungmennafélag Kjalarnes leitar þessa dagana að þjálfara fyrir yngri flokka sína á komandi tímabili. UMFK hefur á síðustu árum verið í vexti og bætt við sig körfuboltaflokkum. Eins og staðan er vantar þá þjálfara, en allar frekari upplýsingar og hvernig má komast í samband við þau er hér fyrir neðan.

 

 

Fréttatilkynning:

 

Góðan dag,

Við hjá UMFK erum lítið íþróttafélag á Kjalarnesi, við höfum verið að bæta
starfið hjá okkur síðustu ár. Í fyrra byrjuðum við með körfuboltaæfingar
fyrir tvo hópa á grunnskóla aldri.

Við vorum að missa þjálfarann okkar þar sem hann er að flytja í burtu, en
okkur langar að halda þessum æfingum áfram.

Kjalarnes er 900 manna byggðarkjarni rétt fyrir utan Reykjavík með fína
aðstöðu, við þjónustum líka Kjósina og erum því með skóla og æfingar
samhangandi mánudaga-fimmtudaga.

Okkur langar að sjá hvort einhver hefur áhuga á að þjálfa í vetur hjá
okkur, ef svo er endilega sendið okkur smá um ykkur á [email protected].

Stelpur, strákar, konur og kallar eru hvött til að kíkja á þetta tækifæri.
Við höldum vel utan um þjálfarana okkar, og reynum að bjóða upp á fyrsta
flokks þjónustu. Einnig er möguleiki á meiri þjálfun ef áhugi er fyrir
hendi, en það er ekkert skilyrði.

kv UMFK

Fréttir
- Auglýsing -