spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Snæfell vann í Seljaskóla

Umfjöllun: Snæfell vann í Seljaskóla

00:22

{mosimage}
(Hlynur skoraði 24 fyrir Snæfell – úr leik Hauka og Snæfells)

ÍR-ingar tóku á móti Snæfell í Seljaskóla í kvöld, í baráttu leik þar sem Snæfell var þó alltaf skrefinu á undan.  Snæfell byrjaði sem örlítið betri aðilinn og voru með 5-8 stiga forskot allan fyrri hálfleik en ÍR minntu alltaf á sig við og við.  Hlynur Bæringsson var stigahæstur hjá Snæfell með 24 stig og 5 fráköst, næstur var Justin Shouse með 14 stig og 6 stolna bolta.  Hjá ÍR voru Sveinnbjörn Claessen og Eiríkur Önundarson stigahæstir með 13 stig hvor.


Í fyrsta leikhluta var Snæfell alltaf skrefinu á undan, þeir komust í 8-2 eftir 4 min og vörnin hjá Snæfell var virkilega sterk.  Stigaskorin hjá báðum liðum dreifðist mjög vel hjá báðum liðum í fyrsta leikhluta en það er einna helst hægt að nefna Ingvald M. Hafsteinsson sem var mjög duglegur í vörninni og skoraði 5 stig í fyrsta leikhluta. Bárður Eyþórsson sem var að taka á móti sínu gamla liði var mjög líflegur á hliðarlínunni en hann var duglegur að skipta sínum mönnum útaf.  Það vakti athygli fréttaritara karfan.is að LaMar Owen var skipt útaf eftir 5 minutur og hann kom ekki inná aftur fyrr en aðeins var liðið á annan leikhluta.  Leikhlutinn endaði með 4 stiga sigri Snæfells 14-18. 

 

Í öðrum leikhluta náði Snæfells menn að bæta aðeins við forskot sitt með þvi að spila góða vörn og Justin Shouse var mjög duglegur að stela boltanum sem og allt liðið reyndar en Snæfell stálu 15 boltum í leiknum á móti aðeins 9 boltum hjá ÍR.  Sigurður Þorvaldsson var duglegur að skora í 2 leikhluta en hann skroaði 7 stig af sínum 11 í leikhlutanum.  ÍR-ingar voru þó ekki á þvi að gefast upp og baráttu andinn skein úr ungum leikmönnum þeirra. Sveinbjörn sem leysti LaMar Owen oftast af hólmi og stóð sig mjög vel í sóknarleiknum þar sem ÍR vantaði akkurat uppá.  Owen spilaði aðeins 22 minutur í leiknum sem verður að teljast lítið fyrir erlendan leikmann í íslensku deildinni.  Hann skoraði aðeins 4 stig og átti vægast sagt slakan dag. 

 

Þriðji leikhluti leiksinns var án nokkurs vafa skemmtilegasti leikhluti leiksinns.  Þeir fjölmörgu áhangendur sem fyldu Snæfell í seljaskóla tóku vel undir með leikmönnum sínum og ÍR stuðningsmennirnir reyndu eftir bestu getu að toppa þá.  Lætin í húsinu minntu jafnan á bikarúrslitaleik í höllinni en það verður að viðurkennast að það myndast ekki oft góð stemming á körfuboltaleikjum á íslandi, því miður.  Þessi stemming smitaðist vel yfir á leikmenn liðana sem setti á svið hálfgerða þriggja stiga sýningu á stuttum kafla í leiknum þar sem liðin kepptust um að jafna þrist andstæðingsins. ÍR-ingar settu niður 4 þrista á nokkrum mínutum sem hjálpaði þeim að minnka niður forskot niður í 3 stig á tímabili en nær komust þeir ekki því Snæfell komst aftur inní leikinn og náðu forskotinu uppí 5 stig, 52-57.

 

Í fjórða leikhluta náðu svo Snæfell góðum tökum á leiknum en þeir unnu leikhlutann með 8 stigum. ÍR skoruðu aðeins 9 stig á móti 17 stigum Snæfells  Hlynur Bæringsson kom mjög sterku inn í fjórða leikhluta og skoraði 9 stig eða jafn mikið og allt ÍR liðið í leikhlutanum.  ÍR-ingar gripu til þess að pressa allan völlinn seinustu mínuturnar sem hefði eflaust hjálpað þeim að minnka muninn ef þeir hefðu ekki klikkað úr 5 af 6 vítum á seinustu 3 minutunum.  Leikurinn endaði svo með 13 stiga sigri Snæfells, 61-74.  


Þessi tvö lið eru fáséð sjón í Iceland Express deildinni að því leyti að þau eru aðeins með 1 erlendan leikmann hvort á sínum snærum.  LaMar Owen hjá ÍR var vægast sagt vonbrigði í dag og vonandi fyrir ÍR að hann komi sterkari til baka í næsta leik.  Justin Shouse hjá Snæfell skilaði sínu hlutverki mjög vel en hann var virkilega góður í vörninni og stjórnaði sókninni mjög vel.  Það var hins vegar oftar en ekki þar sem aðeins einn eða enginn erlendur leikmaður var inná vellinum og það var mjög ánægulegt að sjá þvi gæði leiksinns voru langt frá þvi að vera verri fyrir vikið.  Undirritaður telur að mörg lið mættu geri hið sama og þau lið sem um er skrifað hér og leyfi ungum leikmönnum að spreyta sig í deild þeirra bestu.

Tölfræði leiksins

texti: Gísli Ólafsson
mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -