spot_img
HomeBikarkeppniUmfjöllun: Snæfell áfram í bikarnum

Umfjöllun: Snæfell áfram í bikarnum

Í Stykkishólmi mættust Snæfell og Haukar í (Geysi)skemmtilegum leik í Geysisbikarnum. Þó svo að blíðskapa veður hafi verið í Hólminum á meðan leik stóð þá voru læti í leiknum.

Kjarninn

Hart var barist um hverja stöðu í leiknum. Liðin virðast henta hvort öðru illa, Haukar spila krefjandi svæðisvörn og gekk oft á tíðum illa fyrir Snæfell að brjóta hana á bak aftur. Aftur á móti spilar Snæfell virkilega góða maður á mann vörn og gerði Haukum mjög erfitt fyrir. Hjálparvörn Snæfells er í flestum tilfellum frábær og erfitt getur verið fyrir lið að finna auðvelda leið að körfunni.

Lykillinn að sigri

Þó svo að vörn Hauka hafi verið til fyrirmyndar mest allan leikinn þá náðu Snæfell að finna lausn á svæðisvörninni í byrjun fjórða leikhluta. Galdurinn að smella þristum á móti svæði er líka ágætisleið til þess að fá svæðisvörnina til að koma lengra út og um leið teygja á henni. Á meðan Hólmarar fundu leið þá voru gestirnir enn að leita lausna að því hvernig ætti að fá auðveldar körfur.

Síðustu þrjár

Haukar pressuðu og náðu að koma Snæfell á óvart. Hólmarar tóku lélegar ákvarðanir og Haukar skoruðu góðar körfur. Allt í einu var 12 stiga forskot Snæfells komið niður í þrjú stig þegar mínúta var eftir.

Snæfell tapar boltanum og Haukar klúðra þriggjastigaskoti, þarna hefðu Haukar getað komið leiknum í framlengingu. En Kristen McCarthy kláraði leikinn með þrist og Snæfell því komnar í 4 liða úrslit í Geysisbikarnum. Leikurinn var frábær skemmtun og voru lokatölur 72-68 fyrir Snæfell.

Helstu punktar

Enginn leikhluti vannst með meira en þremur stigum.

Kristen McCarthy skoraði 33 stig og tók 9 fráköst i leiknum

Gunnhildur hitti 6 af 10 þriggjastiga skotum sínum í leiknum og endaði með 22 stig

Lele Hardy var frábær með 16 stig og 18 fráköst

Bæði lið hittu illa úr vítum eða um 50% nýting hjá hvoru liði.

Haukar unnu frákastabaráttuna og tóku 46 fráköst (13 í sókn).

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Upptaka af leiknum:

 

Umfjöllun /Gunnlaugur Smárason

Myndir / Sumarliði Ásgeirsson

Fréttir
- Auglýsing -