spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Sannfærandi sigur

Umfjöllun: Sannfærandi sigur

00:19

{mosimage}
(Helena var með þrennu, 11 stig, 10 fráköst og 16 stoðsendingar)

Haukar unnu ÍS í undanúrslitum Powerade-bikarsins, 80-42, í gærkvöldi. Leikurinn byrjaði rólega en þegar að 4 mínútur voru búnar af leiknum var staðan 3-3. Haukastúlkur byrjuðu leikinn með stífri varnarvinnu en sóknarleikur Haukastúlkna var ekki sá besti sem að þær hafa spilað. Eftir 5 mínútur var staðan 7-5 Haukum í vil og eftir það áttu Stúdínur ekki mikið til á mótri grimmri vörn Hauka. Haukastúlkur tóku 12-0 kafla á síðustu 5 mínútum 1. leikhluta og endaði fyrsti leikhluti með 14 stiga mun 19-5

Pálína M. Gunnlaugsdóttir stýrði vörn Haukastúlkna með mikilli hörku og virtist sem að Stúdínur ættu ekkert í öflugan varnarleik Hauka. Haukastúlkur græddu grimmt á varnarleiknum og skoruðu grimmt úr hraðaupphlaupum og sást vel hversu góða liðsheild liðið hefur. Stúdínur ætluðu nú samt ekki að láta Haukastelpurnar vaða alveg yfir sig og sýndu mikla hörku í sóknarleiknum en staðan eftir í hálfleik var 42-23.

{mosimage}

Leikurinn einkenndist áfram af stífum varnarleik hjá Haukum og Stúdínur virtust ekki eiga neitt í þennan hörku varnarleik Haukana. 3. leikhluti var frekar jafn og lítið skorað. En staðan eftir hann var 58-36.

Í fjórða og síðasta leikhlutanum virtist sem að slökkt hafi verið á öllum vilja hjá Stúdínum og fyrstu 8 mínútur leikhlutans skoruðu þær einungis 2 stig og auðveldur sigur Haukastúlkna var í höfn, lokatölur leiksins voru 80-42.

Helena Sverrisdóttir átti góðan leik fyrir Hauka með 10 fráköst 16 stoðsendingar, 8 stolnir boltar og 11 stig. Ifeoma Nneka Okonkwo átti einnig góðan leik fyrir Hauka með 11 fráköst og 16 stig.

Hjá stúdínum var Helga Jónsdóttir stigahæst með 15 stig og 11 fráköst.

 Það er greinilegt að Haukastúlkur eru með gott og sterkt varnarlið og það verður gaman að fylgjast með þessu unga liði bæði hér heima og í Evrópukeppninni á komandi tímabili.

Tölfræði leiksins

frétt: Sveinn Pálmar Einarsson
myndir: Sigurður Ámundarson

Fréttir
- Auglýsing -