spot_img
HomeBikarkeppniUmfjöllun: Njarðvíkingar sannfærandi inn í úrslitin

Umfjöllun: Njarðvíkingar sannfærandi inn í úrslitin

Rúmlega 1500 áhorfendur fylltu laugardagshöllina þegar KR og Njarðvík mættust í seinni undanúrslitaleik Geysisbikar karla. Stjarnan vann fyrr í kvöld ÍR og því ljóst hverjir andstæðingarnir yrðu í úrslitum á laugardaginn.

KRingar byrjuðu leikinn betur og settu fyrstu 7 stigin og það tók Njarðvíkinga rúmar 3 mínútur að komast á blað. KRingar voru að spila hörku vörn og Njarðvíkingum gekk mjög illa að finna körfuna framan af fyrsta leikhluta. Staðan fyrir annan leikhluta 18 – 13 Kringum í vil.

Njarðvíkingar byrjuðu annan leikhluta á að jafna 18 – 18. Mikið jafnræði var milli liðanna í leikhlutanum og leiddu KRingar fyrstu mínúturnar og svo tóku Njarðvíkingar við. Ingi Þór þjálfari tók leikhlé í stöðunni 32 – 35 þegar um 2 mínútur voru eftir. KRingar náðu þó ekki að setja körfu síðustu mínúturnar og Njarðvík því yfir í hálfleik 32 – 39.

Fyrstu tvo leikhlutanna voru Logi Gunnarsson (9 stig) og Eric Katenda (11 stig/9 fráköst) ferskastir hjá Njaðrðvíkingum en hjá Kringum voru það Kristófer Acox (10 stig/4 fráköst) og Julian Boyd (9 stig/4fráköst).

Njarðvíkingar juku forystu sína upp í 11 stig á fyrstu mínútum þriðja leikhluta. Þegar rúmlega 4 mínútur voru eftir af þriðja leikhluta tók Ingi leikhlé í stöðunni 42 – 53. Njarðvíkingar að standa sig frábærlega í vörn og það gekk lítið hjá KRingum að finna hringinn. Staðan fyrir fjórða og síðasta leikhluta 47 – 57 fyrir Njarðvík.

KRingar mættu af miklum krafti og voru að setja boltann og spila hörku vörn. Njarðvíkingar náðu ekki að setja skot fyrr en eftir tæpar 3 mínútur. Eftir að Njarðvíkingar náðu loksins stigum batnaði leikur þeirra til muna og þeir náðu að koma sér 9 stigum yfir. KRingar gáfust ekki upp og áttu góða kafla en Njarðvíkingar svöruðu alltaf og sigldu sigrinum örugglega í höfn. Lokatölur 72 – 81.

Byrjunarlið:

KR: Kristófer Acox, Jón Arnór Stefánsson, Emil Barja, Pavel Ermolinskij og Juilan Boyd.

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson, Jeb Ivey, Ólafur Helgi Jónsson, Maciek Baginski og Mario Matasovic.

Þáttaskil:

Frábær annar leikhluti Njarðvíkinga skóp þennan sigur. KRingar kroppuðu en tókst aldrei að komast almennilega inn í leikinn eftir það.

Tölfræðin lýgur ekki:

Það munaði mikið um þriggjastiga skot Njarðvíkinga í kvöld. KR 4/24 16% – Njarðvík 11/28 39%.

Hetjan:

Hjá KR voru Kristófer Acox 22 stig, 6 fráköst og Julian Boyd 18 stig og 10 fráköst atkvæðamestir.

Hjá Njarðvík voru Elvar Már Friðriksson 18 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar, Eric Katenda 15 stig, 11 fráköst, Jeb Ivey 18 stig,5 fráköst og 6 stoðsendingar og Logi Gunnarsson 16 stig atkvæðamestir.

Kjarninn:

KRingar litu ekkert illa út en Njarðvíkingar voru bara betri. Sannkallaður liðssigur hjá Njarðvíkingum þar sem margir leikmenn komu við sögu og tóku stór skot og spiluðu flotta vörn. Það stefnir allt í spennandi úrslitaleik milli Njarðvík og Stjörnunnar!

Tölfræði

Viðtöl og myndir frá leiknum koma inn fljótlega

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -