spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Njarðvík vann á reynslunni

Umfjöllun: Njarðvík vann á reynslunni

12:25

{mosimage}

Í gærkvöld fór fram leikur Tindastóls og Njarðvíkur í Iceland Express deildinni  á Sauðárkróki, og lyktaði honum með sigri Njarðvíkinga 82-91.

Njarðvík byrjar leikinn af krafi og komast í 2-12 og leika á alls oddi í sókninnn meðan  Tindastólsmenn voru ekki alveg með á nótunum hvorki í vörn né sókn, en voru þó að fá opin skot sem þeir nýttu ekki. Tindastólsmenn taka leikhlé og koma grimmir tilbaka og breyta stöðunni úr 2-12 í 17-17, þar sem Zeko fór kostum fyrir Tindastólsmenn. Jeb Ivey  og Lamar tóku 2 þriggja stiga hvor í lok leikhlutans og staðan í lok 1. leikhluta 23-27 fyrir Njarðvík.

{mosimage}

Í upphafi 2. leikhluta var jafnræði með  liðunum en Tindastólsmenn þó heldur betri og sýndu fín tilþrif í vörn og sókn og breyta stöðunnni fljótt í  33-29.  Njarðvík hafði engin svör við frábærri vörn Tindastólsmanna sem fiskuðu ruðnings villur og stálu bolta og sýndu fín tilþrif.  Um miðjan leikhlutann var staðan 40-36 fyrir heimamenn.  Um miðbik leikhlutans jafnaðist leikurinn og bæði lið voru komin í bónus sem hægði flæði leiksins en samt sem áður var mjög gaman að fylgjast með leiknum. 
Tindastólsmenn voru þó heldur sterkari og náðu 8 stiga forystu þegar 2 mínútur lifðu af fyrri hálfleik en á lokamínútunni náði Njarðvík að saxa á forskotið og var staðan í hálfleik 50-48.

{mosimage}

Bakverðir liðanna, Jeb Ivey fyrir Njarðvík og Lamar Karim fyrir Tindastólsmenn fóru á kostum í fyrri hálfleik, skoruðu 19 stig hvor og gríðarlega gaman að fylgjast með þeim.

Njarðvík koma sterkir til leiks og þjarma vel að heimamönnum og spila fasta vörn og ná yfirhöndinni og komast í 52-56 og hafa tekið öll völd á vellinum og leikur Tindastóls virkar mjög handahófskenndur, gestirnir komast í 54-62 við lítin fögnuð heimamanna.Um miðbik leikhlutans jafnast leikurinn og munur helst nokkuð.  En í lok leikhlutans ná Tindastólsmenn smásprett, minnka muninn og breyta stöðinni í 65-68.

Tindastólsmenn byrja betur og komast yfir 69-68, leikurinn var nokkuð jafn í upphafi og jafnræði með liðunum og Njarðvík jafnar í 72-72.  Um miðjan leikhlutann var leikurinn enn jafn 74-74 og hörkuspenna.  Einar þjálfaari Njarvíkur tekur leikhlé sem fór vel í hans menn því þeir skoruðu næstu 7 stig leiksins og breyttu stöðunni í 74-81.

{mosimage}

Á næstu mínútum var leikurinn jafn og mikil barátta þegar 1:40 lifðu leiks var staðan 78-85 fyrir Njarðvík, liðin skiptust á körfum en leikurinn var Njarðvíkinganna og þeir kláruðu leikinn 82-91. Hörkuleikur sem heimamenn stríddu Íslandsmeisturunum rækilega og gátu vel stolið þessum leik, en reynsla Íslandsmeitaranna kom vel að notum og  lönduð þeir þessum leik. Stig Njarðvíkur; Jeb Ivey 30stig, Friðrik Stefánsson 21, Brenton Birmingham 18 og Egill 10 Stig heimamanna;  Lamar Karim 27, Svavar Birgisson, Steve Parillion 13  Zekovic 10 og Ísak 7.
Mynd og texti: Sveinn Brynjar Pálmason

{mosimage}

{mosimage}
           

Fréttir
- Auglýsing -