Njarðvík skoraði fyrstu 7 stig annars leikhluta og höfðu því náð 16 stiga forskoti áður en Valsmenn skoruðu sín fyrstu stig leikhlutans. Valsmenn svöruðu því með fjórum stigum í röð frá Igor Tratnik og Einar Jóhannsson tók leikhlé fyrir Njarðvík, 25-27. Njarðvíkingar höfðu aftur náð forskotinu upp í 17 stig þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, 29-46. Þegar flautað var til leikhlés var forskot gestana komið upp í 18 stig, 35-52.
Stigahæstur í hálfleik í liði Njarðvíkur var Elvar Geir Friðriksson með 11 stig, Travis Holmes og Cameron Echols með 10 stig hvor. Hjá Valsmönnum var Igor Tratnik yfirburðamaður með 16 stig og 6 fráköst en næstir voru Birgir Pétursson með 6 stig og Curry Collins með 4 stig.
Strax eftir þrjár mínútur af þriðja leikhluta sá Ágúst Björgvinsson sig knúinn að taka leikhlé þegar forskot Njarðvíkur var komið upp í 24 stig, 37-61. Þegar leikhlutinn var hálfnaður höfðu Valsmenn aðeins skoarð 2 stig gegn 15 stigum gestana og því augljóst í hvað stemdi. Á meðan allt gekk upp hjá ungu liði Njarðvíkur fór ekkert ofaní hjá lánlausum Valsmönnum. Seinustu mínúturnar í þriðja leikhluta líktist meira yngriflokka körfubolta en efstu deild á íslandi þar sem bæði lið gerðu sig sek um klaufaleg mistök og óagaðan körfubolta. Njarðvík hafði 35 stiga forskot eftir þriðja leikhluta sem Njarðvík vann 5-23.
Þrír af fjórum erlendum leikmönnum Vals sátu á bekknum frá miðjum þriðja leikhluta og ljóst að Ágúst var ekki ánægður með þeirra framlag í leiknum. Þegar fjórði leikhluti var hálfnaður hafði Njarðvík 33 stiga forskot, 50-83. Það breyttist lítið í fjórða leikhluta. Erlendu leikmenn liðana fengu að hvíla sig og yngri leikmenn fengu góðar mínútur. Þegar flautað var til loka leiksins var munurinn á liðunum 29 stig, 62-92 og öruggur sigur Njarðvíkur staðreynd.
Viðtal við Ágúst og Einar má finna hér
Umfjöllun: Gísli Ólafsson
Mynd : Tomasz Kolodziejski