spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Helena fór á kostum í Haukasigri

Umfjöllun: Helena fór á kostum í Haukasigri

19:36 

{mosimage}

Helena Sverrisdóttir fór hamförum í dag þegar Haukakonur tryggðu sér Poweradebikarinn með 91-73 sigri á Grindavík í Laugardalshöll. Helena gerði 33 stig í leiknum, gaf 12 stoðsendingar og tók 8 fráköst og leiddi Haukastúlkur til sigurs í leiknum. Helena hitti úr 6 af 9 þriggja stiga tilraunum sínum og lék í 37 mínútur. 

Í stöðunni 7-7 í fyrsta leikhluta tóku Haukar völdin og breyttu stöðunni í 19-9 en Grindvíkingar hófu leikinn í svæðisvörn sem Haukar leystu vel. Haukavörnin var sterk í leikhlutanum og þvinguðu Haukar Grindavík í það að taka erfið skot. Leikhlutanum lauk 26-13 fyrir Hauka sem virtust ætla að stinga af. 

{mosimage}

Tamara Bowie átti frábæran dag í Grindavíkurliðinu og landaði þrennu, 33 stig, 17 fráköst og 10 varin skot. Bowie var aðalsprautan í endurkomu Grindvíkinga í öðrum leikhluta sem náðu að minnka muninn í 33-29 en Haukar héldu forystunni og gengu liðin í stöðunni 46-40 til leikhlés.  

Pálína Gunnlaugsdóttir kom Haukum á lagið í síðari hálfleik þegar hún breytti stöðunni í 51-40 fyrir Hauka með þriggja stiga körfu og eftir það áttu Grindvíkingar í vök að verjast. Haukakonur voru grimmar í sóknarfráköstunum og skilaði það mikilvægum stigum í hús fyrir Hauka. Grindvíkingar áttu fínar rispur í 3. leikhluta en Haukar náðu alltaf að svara og var staðan 73-57 fyrir Hauka fyrir lokaleikhlutann. 

Í fjórða leikhluta héldu Haukar fengnum hlut juku forystuna jafnt og þétt uns lokaflautan gall og staðan því 91-73 Haukum í vil sem fögnuðu Powerade bikarnum vel og innilega í leikslok.  Helena fór mikinn í Haukaliðinu eins og áður greinir sem og Tamara Bowie fyrir Grindavík en Ifeoma Okonkwo gerði 24 stig, tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Hauka. Alma Rut Garðarsdóttir gerði 11 stig fyrir Grindavík en töluvert vantaði upp á framlagið frá landsliðsbakverðinum Hildi Sigurðardóttur sem gerði aðeins 8 stig í liði Grindavíkur og tók 7 fráköst. 

Tölfræði leiksins

 Myndir: Sveinn Pálmar Einarsson, [email protected] og [email protected]  

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -