spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Hamar/Selfoss með mikilvægan sigur á Haukum

Umfjöllun: Hamar/Selfoss með mikilvægan sigur á Haukum

23:28

{mosimage}
(Svavar átti góðan leik fyrir Hamar/Selfoss)

Hamar/Selfoss vann Hauka 99-86 í kvöld í Hveragerði. Með sigrinum er Hamar/Selfoss í 7. sæti í Iceland Express-deildinni en Haukar sitja á botninum með 4 stig ásamt Fjölni.

Haukar tefldu fram tveimur nýjum leikmönnum í kvöld en Wayne Andrew er gengin til liðs við liðið í stað Kevin Smith og Hjörtur Harðarson, þjálfari liðsins, tók fram skóna og spilaði í kvöld.

{mosimage}
(Wayne Andrews nýr leikmaður Hauka)

Hamar/Selfoss byrjaði með hávaxið lið inná og áttu Haukar í töluverðum vandræðum undir körfunni en Svavar Pálsson, George Byrd og Bojan Bojovic komu gestunum í töluverð vandræði. Haukar komust í 0-3 og 4-5 en þá skoruðu heimamenn 9 stig í röð og náðu fínu forskoti, 13-5. Eftir 1. leikhluta leiddu H/S með 10 stigum, 25-15.

{mosimage}

Í 2. leikhluta náðu Hamar/Selfoss að halda forskotinu en Haukar ógnuðu þeim lítið. Gestirnir voru í töluverðum villuvandræðum og hafði það áhrif á leik þeirra. Í hálfleik var staðan 53-43 heimamönnum í vil.

{mosimage}

Í 3. leikhluta náðu gestirnir að minnka forskot heimamanna og eftir þrjár og hálfa mínútu höfðu Haukar minnkað muninn í 1 stig, 55-54. Þeir presssuðu stíft og Hamar/Selfoss gaf boltann mikið frá sér og uppskáru þeir auðveldar körfur uppúr því. Nær komust gestirnir ekki og H/S jók muninn í fljótlega aftur í 5-7 stig. Eftir 3. leikhluta var staðan 79-68.

{mosimage}

Lokaleikhlutinn var ágætlega spennandi þó að heimamenn héldu ávallt um 10 stiga mun. Þeir náðu aldrei að stinga af og gestirnir úr Hafnarfirði voru aldrei langt undan. Haukar gerðu ágætt áhlaup þegar leið á leikhlutann en Friðrik Hreinsson skoraði 3-stiga körfu þegar 2 mínútur voru eftir af leiknum og kom heimamönnum 12 stigum yfir. Eftir það gáfust Haukar eiginlega upp en þeir voru byrjaði að týnast útaf með 5 villur. Alls fóru 4 leikmenn útaf með 5 villur.

{mosimage}

Hamar/Selfoss lék skynsamlegan leik í kvöld fyrir utan stuttan kafla í upphafi seinni hálfleiks. George Byrd var Haukamönnum illviðráðanlegur undir körfunni sóknar- og varnarmegin. Friðrik Hreinsson kom sterkur af bekknum en hann setti alls fjórar 3-stiga körfur. Bojan Bojovic var traustur ásamt Svavari Pálssyni og Lárusi Jónssyni.

{mosimage}
(Hjörtur spilaði sinn fyrsta leik fyrir Hauka í kvöld)

Hjá Haukum var Roni Leimu sterkur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Kristinn Jónasson átti í mikilli baráttu við George Byrd í sókninni og dró það mikinn kraft úr honum í sóknarmegin. Nýji erlendi leikmaður liðsins Wayne Andrews stóð sig ágætlega en hann var nýlentur og hafði ekki farið á æfingu hjá liðinu. Marel Guðlaugsson kom sterkur af bekknum með 12 stig.

Tölfræði leiksins

Staðan í Iceland Express-deild karla

myndir og texti: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -