spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Fjölnisstelpur á toppinn

Umfjöllun: Fjölnisstelpur á toppinn

09:19

{mosimage}
(Aðalheiður átti stórleik fyrir Fjölni í gærkvöldi)

Toppslagur 2.deildarinnar í körfu kvenna fór fram í Grafarvoginum í gærkvöld þegar Fjölnir tók á móti KR.  Leikurinn einkenndist af baráttu og bæði lið sýndu að góðan leik á köflum en hvorugt lið náði að spila sinn besta leik allan leikinn.  Fjölnir hafði þó betur í leiknum með 56 stigum gegn 52. Fjölnir hafði tök á leiknum næstum allan leikin og KR komst fyrst yfir í 3. leikthluta með góðu áhlaupi sem dugði þó ekki til því Fjölnir náði aftur forskotinu og þraukuðu út leikinn.

Stigahæst hjá Fjölni var Aðalheiður R. Ólafsdóttir en hún átti stórleik með 22 stig og 14 fráköst. Hjá KR var það Guðrún G. Þorsteinsdóttir sem skoraði 16 stig og tók 14 fráköst.

Fyrsti leikhluti byrjaði nokkuð hratt og bæði lið ætluðu sér greinilega að byrja af krafti. Leikmennirnir voru spenntir og það sást á leiknum þar sem bæði lið pressuðu og það var lítið skipulag á sóknarleik liðanna. Fjölnisstelpur byrjuðu þó nokkuð betur því þær skoruðu 8 stig gegn 2 stigum KR á fyrstu 2 mínútunum. Kr tók svo leikhlé strax eftir rúmlega 3 mínútur þar sem þær virtust vera frekar óákveðnar í sóknarleiknum og náði niður fáum fráköstum. Þær mættu svo nokkuð öruggari eftir leikhléið og leikurinn varð nokkuð jafn þangað til á loka mínútunum þegar Fjölnir náði öðrum góðum kafla og náði að auka muninn uppí 8 stig, 21-13 sem voru lokatölurnar í 1. leikhluta. 

{mosimage}

Það má eginlega segja að KR hafi byrjað 2. leikhluta eins og Fjölnir byrjaði þann fyrsta þar sem þær skoruðu 8 stig gegn fyrstu 2 Fjölnis þrátt fyrir að Fjölnisstelpur pressuðu frá hálfum velli.  Staðan var því orðin 23-21 fyrir Fjölni eftir 5 mínútna leik og spennan komin aftur í leikinn.  KR stelpur virtust þurfa að vinna aðeins meira fyrir stigunum sínum og voru nokkuð oft sendar á vítalínuna.  Þær fengu töluvert fleiri víti í leiknum eða nálægt því tvöfalt fleiri, Fjölnisstelpur tóku 13 víti og settu niður 8 á meðan KR tóku 25 víti en settu aðeins 11 af þeim ofaní.  Það hafði einkennt leikinn svolítið hingað til að vera mjög sveiflukenndur og það sýndi sig enn og aftur að Fjölnisstelpur tóku á rás og náði forskotinu aftur upp í 9 stig með 7 stigum í röð og þegar rúmlega mínuta var eftir af leikhlutanum var staðan orðin 33-24.  Það var svo ekkert skorað á lokamínútunni. 

{mosimage}

Seinni hálfleikur byrjaði nokkuð einkennilega og virtist sem hálfleiks ræður þjálfarana hafi gert stelpurnar nokkuð stressaðar. Það var lítið skorað og mistök á báða bóga.  KR stelpur voru þó nokkuð sterkari og náðu smám saman að minnka niður forskot Fjölnis.  Fjölnir tók leikhlé eftir 4 mínútur þegar staðan var 40-34 og Sigrún S. Skarphéðinsdóttir var dugleg að brjóta upp pressuvörn Fjölnis og fiska villur í framhaldið. KR náði svo að minnka forskotið niður í 3 stig eftir 5 mínútur og komust svo yfir í fyrsta skiptið í leiknum í þriðja leikhluta, 42-43.  Það var svo lokastaðan í leikhlutanum.  Stígandinn var með KR á þessum kafla og bekkurinn þeirra tók virkan þátt í leiknum sem virtist telja þónokkuð.

{mosimage}

Seinasti leikhlutinn bauð uppá mjög mikla spennu og stóð svo sannarlega undir þeim væntingum, leikurinn var jafn allt fram á seinustu mínútu.  Fjölnisstelpur voru búnar að pressa hálfan völl allan leikin og héldu því áfram framan af leikhlutanum en KR stelpur virtust þó vera búnar að læra að leysa pressuna þeirra.  Staðan var jöfn 45-45 eftir 2 mínútur þegar KR tóku leikhlé. Leikurinn hélt áfram jafn og liðin skiptust á að skora, þar til Fjölnir náðu að skora 2 körfur í röð sem gerðu út um leikinn þar sem aðeins var 1 mínúta eftir af leik.  Seinustu mínúturnar voru hins vegar mikið af leikhléum sem töfðu leikinn skiljanlega nokkuð mikið. Spennan hélst þó alveg fram á seinustu sókn þar sem bæði lið höfðu sýnt að þau gætu tekið leikinn í sínar hendur og skorað mörg stig í röð á hitt liðið.

Tölfræði leiksins

texti: Gísli Ólafsson – [email protected]
myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -