spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaUmfjöllin, viðtöl og myndir frá viðureign Tindastóls og Hauka í Subwaydeild Karla

Umfjöllin, viðtöl og myndir frá viðureign Tindastóls og Hauka í Subwaydeild Karla

Fyrir leik :

Fyrir leikinn sitja Haukar í 10.Sæti með tvo sigra í 7 leikjum á með stólarnir eru í 5.Sæti með 4/3 en ennþá vantar tvo lykilmenn í lið heimamanna og gengið verið undir væntingum hjá báðum liðum nýlega.

Gangur leiksins :

Leikurinn byrjar og það hafa oft verið fleiri áhorfendur í síkinu en það er samt hávaði í þeim sem eru mættir. Eftir fyrstu tvær mínúturnar eru stólarnir yfir staðan 7-4. Haukavörnin er ekki að eiga góðan fyrsta leikhluta og hinu meginn á vellinum virðist allt vera lokað í upphafi leiks, stólarnir komast 10 stigum yfir þegar tæpar 2 mínútur eru eftir af leikhlutanum staðan 24-14. Stólarnir eiga bæði fyrstu og seinstu körfu leikhlutans og staðan 28-16.

Annar leikhluti er algjör viðsnúningur og Haukarnir eru komnir með vörn og stólarnir setja ekki stig í 6 mínútur! Okeke er kominn í 14 stig þegar það kemur upp óhugnalegt atvik þar Okeke virðist fá aðsvif og er tekinn útaf til frekari skoðunar af lækni á staðnum. Hann spilar ekki meira hérna í kvöld. Stólarnir ná að halda 9 stiga forskoti inní hálfleik en þetta var ekki sannfærandi leikhluti hjá þeim. Stólarnir eru með tvær villur í fyrri hálfleik. En samt eru Haukar ekki með nema 32 stig.

Seinni hálfleikur er sjálfstætt framhald af öðrum leikhluta, bæði lið eiga erfitt með að skora stig og varninar eru orðnar sterkari, villunum fer fjölgandi og það eru komin alvöru læti í húsið. Stólarnir ná að bæta aðeins í og staðan fyrir seinasta leikhlutann er 57-43.

Haukar reyna einsog þeir geta í seinasta leikhlutanum en stólarnir eru of sterkir í dag Callum Lawson setur eina stemnings troðslu þegar lítið er eftir af leiknum og stólarnir komast aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð lokastaðan 78-68.

Atkvæðamestur var Adomas Drungilas með 22 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar



Viðtöl :

Mate þjálfari Hauka
Svavar aðstoðarþjálfari Tindastóls

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Hvað gerist næst :

Næst fara Stólarnir í Þorlákshöfn þar sem þeir mæta Þór og Haukar eiga heimaleik gegn Hetti frá Egilstöðum.

Fréttir
- Auglýsing -