spot_img
HomeFréttirUmboðsmaður: Iverson fer ekki

Umboðsmaður: Iverson fer ekki

07:00

{mosimage}

Allen Iverson, stórstjarna Denver Nuggets, mun ekki nýta sér ákvæði í samningi sínum og fá sig lausan. Er þetta haft eftir umboðsmanni hans Leon Rose.

,,Hann hlakkar til að hjálpa liðinu að taka næsta skref,” sagði Leon Rose um skjólstæðing sinn Allen Iverson sem mun festa sig með Denver á næsta tímabili. Þessi ákvörðun hans kemur svo sem ekki á óvart en Iverson mun fá 20.84 milljónir dollara fyrir næsta tímabil og er það lokaár samnings hans.

Iverson sem kom til Denver frá Philadelphiu fyrir einu og hálfi ári hefur ekki náð að hjálpa liðinu að vera með þeim bestu í NBA. Mikið er rætt um framtíð margra leikmanna liðsins þ.á.m. Iversons og félaga hans Carmelo Anthony. Þannig að þó hann taki síðasta árið á samning sínum er ekkert endilega víst að hann leiki næsta vetur í Colorado.

Stigamaskínan Iverson verður 33 ára í næsta mánuði en hann var þriðji stigahæsti leikmaður NBA í vetur með 26.4 stig en hann lék mest allra leikmanna í deildinni eða 41.8 mínútu í leik.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -