Eitthvað verður fjörið í Finnlandi í næstu viku en Kristinn Geir Pálsson íþróttafulltrúi KKÍ tilkynnti það í dag að Úlfur Úlfur, Sverrir Bergmann og Halldór Fjallabróðir muni sjá um að halda uppi fjörinu í Fan-Zone í Finnlandi. Kristinn greindi frá þessu í færslu á Facebook-síðunni „Stuðningsmenn Körfuboltans á Íslandi“
Þetta verður eitthvað 🙂
EuroBasket 2017 í Finnlandi
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að við höfum fengið Úlf Úlf og þá félaga Sverrir Bergmann og Halldór Fjallabróður til liðs við okkur til að halda uppi stuðinu meðal íslenzkra stuðningsmanna í „Fan-Zone-inu“ okkar Finna í Helsinki.
Þá verða þeir á sviði inni á svæðinu fyrir okkar leiki fimmtudag, laugardag og sunnudag, ýmist saman eða í sitthvoru lagi til að rífa upp stemminguna fyrir okkar leiki.
Auk þess sem þeir munu einnig vera á völdum kvöldum á skemmtistaðnum „The Cirkus“ en hann verður opinber skemmtistaður fyrir alla stuðningsmenn Finnlands og Íslands.
Það er því útlit fyrir sannkallaða „Skagfirska-sveiflu“ í Helsinki á næstu dögum!
Nánari dagskrá verður kynnt síðar varðandi alla skemmtidagskránna á -> www.kki.is/eurobasket
Þar er að finna ýmsar aðrar upplýsingar um EuroBasket 2017 fyrir alla okkar stuðningsmenn sem fjölmenna á EM.
#korfubolti