Mitteldeutcher BC fékk laglega yfirhalningu á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni þegar FC Bayern Munchen kom í heimsókn um helgina. Lokatölur 59-95 Bayern í vil.
Hörður Axel Vilhjálmsson gerði 6 stig á rúmum 29 mínútum í leiknum fyrir MBC, tók 5 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.
Eftir leikinn um helgina er MBC í 12. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 9 sigra og 15 tapleiki en „Bæjarar“ í 2.-3. sæti með 21 sigur og 4 tapleiki rétt eins og Alba Berlín. Brose verma toppsætið með 21 sigur og 3 tapleiki. Næsti leikur MBC er á útivelli þann 15. mars næstkomandi gegn Bremerhaven sem er í sautjánda og næstneðsta sæti deildarinnar.
Mynd/ M. Kuch



