spot_img
HomeFréttirÚlfarnir lágu heima í gær

Úlfarnir lágu heima í gær

Mitteldeutscher BC mátti fella sig við 62-73 ósigur á heimavelli í gær þegar Fraport Skyliners komu í heimsókn. Hörður Axel Vilhjálmsson gerði 9 stig í leiknum, tók 2 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal 2 boltum. Stigahæstur í liði MBC var Patrick Richard með 10 stig.
 
 
Eftir tíu leiki er MBC í 6. sæti deildarinnar með 7 sigra og 3 tapleiki. Næsti leikur Úlfanna er úti gegn Medi Bayreuth þann 6. desember næstkomandi.
  
Fréttir
- Auglýsing -