Í nótt fór fram úrslitaleikur NCAA háskólaboltans í Bandaríkjunum. Mættust þar lið Connecticut háskóla, Sleðahundarnir (Huskies) og lið Butler-skólans, Bolabítarnir (Bulldogs). Fóru leikar svo að Connecticut sigraði eftir stórkostlega varnarsýningu, en lokastaðan var 53-41, Huskies í vil.
Hinn litríki Kemba Walker, sem margir hafa spáð NBA-frama var stigahæstur UConn með 16 stig og þjálfari UConn, hinn frábæri Jim Calhoun vann þarna sinn þriðja meistaratitil í háskólaboltanum.