„Finnarnir eru skipulagðir og spila mjög kerfisbundinn körfubolta. Líkt og við eru þeir á leiðinni á Eurobasket með A landsliðið sitt og ber leikstíll liðsins þess merki. Þeir treysta ekki a inside leik heldur liggur styrkleiki þeirra i að stóru mennirnir þeirra geta skotið. Þeir spila aggressiva vörn og mæta liðum hátt a vellinum einsog finnsk lið gera nánast undantekningarlaust,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson við Karfan.is en Finnur er þjálfari U20 ára landsliðs Íslands sem mætir Finnum í dag í lokaleik sínum á Norðurlandamótinu í Finnlandi.
„Lykillinn fyrir okkur verður að halda hraðanum uppi, verjast jafnvel og við gerðum í gær gegn Dönunum og frákasta. Vera þolinmóðir gegn ágengri vörn þeirra og nýta okkur þær opnanir sem myndast i boltaskrinsaðstæðum.
Finnarnir áttu slakan dag gegn Dönum á fyrsta keppnisdegi en stigu verulega upp i gær gegn Svíum. I leiknum gegn Dönum áttu þeir i vandræðum með svæðisvörn þannig við munum eflaust skipta töluvert um varnir til að taka taktinn ur leiknum þeirra,“ sagði Finnur við Karfan.is.
Hvað með liðið og frammistöðuna þessa fyrstu tvo leiki?
„Við höfum a köflum spilað glimrandi bolta en dottið niður töluvert inn á milli. Við erum töluvert háðir hröðum sóknum og góðri hittni fyrir utan en um leið og við náum að sækja á körfuna af einhverju viti þá hafa strákarnir verið duglegir að finna opnanir og refsað grimmt. Tapið gegn Svíum var sárt þar sem við vorum i góðri stöðu til að taka þann leik en liðið brást við á besta veg gegn Dönum. Varnarleikurinn hefur verið okkar aðall og þegar hann hefur smollið lítum við bara ansi vel út. Breiddin í liðinu er flott og höfum við náð að halda góðu tempói og ákefð heilt yfir i leikjunum. Það er þrátt fyrir að Oddur Rúnar hafi nánast ekkert geta beitt sér að viti eftir að hafa meiðst skömmu fyrir mótið og að Kristján hafi hlotið þungt höfuðhögg i fyrsta leik gegn Svíum. Við erum bjartsýnir fyrir deginum í dag, stemming í liðinu eru til fyrirmyndar og samhugur i mönnum að gera það sem í okkar valdi stendur til að ná góðum úrslitum, hvort sem það verður 1. eða 2. sætið (ef Svíar vinna Dani þá komust við ekki hærra en 2. sætið).
Mynd/ Finnur Freyr þjálfari KR og U20 ára landsliðs Íslands.



