Íslenska U20 ára landsliðið hefur lokið sínum fyrsta leik á Norðurlandamótinu en liðið mætti Svíum í Finnlandi og lauk leiknum með öruggum 58-74 sigri Svía.
Maciek Baginski var stigahæstur í íslenska liðinu með 18 stig og 2 fráköst og Martin Hermannsson gerði 16 stig, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Hjá Svíum voru fjórir leikmenn jafnir og stigahæstir með 12 stig.
Íslenska liðið leikur gegn heimamönnum í Finnlandi á morgun kl. 20:00 að staðartíma eða kl. 17:00 að íslenskum tíma.
Mynd/ Maciek Baginski var stigahæstur í íslenska U20 ára liðinu í dag. Hér er hann í leik með yngri landsliðum Íslands á Norðurlandamótinu í Solna 2012.