spot_img
HomeFréttirU20: Súrt í broti gegn Svíum

U20: Súrt í broti gegn Svíum

Íslenska U20 ára landsliðið er statt í Finnlandi um þessar mundir og lék liðið fyrr í dag sinn fyrsta leik á Norðurlandamótinu og voru andstæðingarnir lið Svíþjóðar. Þessi sveið í dag þar sem Svíar kláruðu leikinn með körfu um leið og leiktíminn rann út, lokatölur 75-73 Svíþjóð í vil.

Dagur Kár Jónsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig, 3 fráköst, 3 stolna bolta og eina stoðsendingu. Þá bætti Jón Axel Guðmundsson við 15 stigum, 4 fráköstum og 7 stolnum boltum. Maciek Baginski var svo með 11 stig og 4 fráköst. 

Næsti leikur er gegn Dönum kl. 17 að staðartíma en Danir lögðu Finna í dag 52-67. 

Við minnum einnig á að U20 ára liðið hefur hertekið Snapchat-reikning Karfan.is – fylgist með strákunum þar á: Karfan.is

Mynd/ Dagur Kár var stigahæstur í íslenska liðinu í dag.

Fréttir
- Auglýsing -