spot_img
HomeFréttirU20 liðið landaði silfri í Finnlandi

U20 liðið landaði silfri í Finnlandi

Íslenska U20 ára landsliðið var rétt í þessu að landa silfurverðlaunum á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Ísland hafði þá öruggan sigur í lokaleiknum gegn Finnum en þar sem Svíþjóð lagði Danmörku eru Svíar Norðurlandameistarar.

Lokatölur í leik Íslands og Finnlands voru 71-100 Íslandi í vil. Maciek Baginski var stigahæstur með 21 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar og Jón Axel Guðmundsson bætti við 19 stigum og 6 fráköstum en fimm leikmenn íslenska liðsins gerðu 10 stig eða meira í leiknum. 

Mynd/ Glermaðurinn Tómas Hilmarsson gerði 3 stig og tók 5 fráköst í íslenska liðinu í dag. Hér er hann í leik með Stjörnunni.

Fréttir
- Auglýsing -