spot_img
HomeFréttirU20 landsliðið sendi kveðju til Stelpnanna okkar

U20 landsliðið sendi kveðju til Stelpnanna okkar

Landslið U20 fékk frídag frá keppni í dag á evrópumótinu sem fram fer á Grikklandi þess dagana. Liðið þurfti þó að færa sig um borg og fara frá Chania til Heraklion þar sem útsláttarkeppni mótsins fer alfarið fram. 

 

Liðið nýtti daginn til að skoða umhverfið í hinni fögru eyju Krít. Auk þess sendi liðið góðar kveðjur á A-landslið kvenna í knattspyrnu sem hóf einmitt leik á lokakeppni Evrópumóts landsliðs í dag. Mótið fer fram í Hollandi og var fyrsti leikur Íslands gegn sterku liði Frakklands. 

 

Kári Jónsson fyrirliði liðsins birti myndina á Facebook síðu sinni en þrátt fyrir góða strauma tapaði Ísland 1-0 í hörkuleik.

Fréttir
- Auglýsing -