spot_img
HomeFréttirU20: Ætlum að halda haus

U20: Ætlum að halda haus

 
,,Þetta hefur ekki verið að detta okkar megin. Við höfum spilað hörku leiki við alla andstæðinga okkar hingað til en höfum ekki náð að klára dæmið. Sem dæmi í gær áttum við síðustu sóknina í stöðunni 70-70 en boltinn rann úr höndum eins besta manns á mótinu þar sem boltinn var blautur og Bretar skora svo sigurkörfuna þegar þrjár sekúndur eru eftir,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari U20 ára landsliðs Íslands sem nú er statt í Bosníu á EM U20 í B-deild.
,,Auðvitað hefur þetta verið mikið svekkelsi að tapa leikjunum svona en við ætlum að halda haus og trúum að þetta fari að detta með okkur. Þessir strákar voru í 13. sæti fyrir tveimur árum í U18 og með sigri á morgun, gegn Hollendingum, spilum við um 13. sætið. Hið jákvæða við leikina er að þeir leikmenn sem hafa spilað best hafa vakið athygli á mótinu og fengið mikið hrós fyrir spilamennskuna,“ sagði Benedikt en eins og fram kemur þá verður Ísland að vinna Holland á morgun til að fá réttinn til að leika um 13. sætið á mótinu.
 
Mynd/ Tomasz KoldoziejskiBenedikt Guðmundsson þjálfari U20 ára landsliðs Íslands.
 
Fréttir
- Auglýsing -