Í kvöld er þriðji og síðasti keppnisdagurinn á U20 æfingamótinu í Laugardalshöll en þá mætast í fyrsta leik kl. 17:00 Svíþjóð og Ísrael en síðasti leikur mótsins er kl. 20:00 í kvöld þegar Ísland mætir Finnlandi.
Íslenska liðið vann Svíþjóð í fyrsta leik en varð að fella sig við ósigur gegn Ísraelsmönnum í gær. Finnar hafa unnið báða leiki sína á mótinu til þessa.