Norðurlandamót undir 18 ára stúlkna fer fram í Södertalje í Svíþjóð næstu daga.
Íslenska liðið hélt af landi brott í morgun til þess að taka þátt í mótinu, en seinna í sumar mun liðið svo einnig fara á Evrópumót.
Fyrsti leikur Íslands er á morgun laugardag kl. 14:15 gegn Eistlandi. Liðið leikur svo á hverjum degi til 19. júní fyrir utan 17. júní þegar þær fá frídag.
Hér fyrir neðan má nálgast hóp Íslands, tímasetningar leikja þeirra og aðgang að vefstreymi.
Leiktímar á íslenskum tíma:
14. júní Ísland-Eistland 14:15
15. júní Ísland-Danmörk 14:15
16. júní Ísland-Svíþjóð 16:30
18. júní Ísland-Finland 16:30
19. júní Ísland-Noregur 09:15
U18 Ísland:
Heiðrún Björg Hlynsdóttir – Stjarnan
Elísabet Ólafsdóttir – Stjarnan
Emma Karólína Snæbjarnardóttir – Þór Ak
Fanney María Freysdóttir – Stjarnan
Hanna Gróa Halldórsdóttir – Keflavík
Hulda María Agnarsdóttir – Njarðvík
Jóhanna Ýr Ágústsdóttir – Hamar/Þór
Kolbrún María Ármannsdóttir – Stjarnan
Arndís Rut Matthíasdóttir – KR
Rebekka Rut Steingrímsdóttir – KR
Sara Björk Logadóttir – Njarðvík
Bára Björk Óladóttir – Stjarnan
Þjálfari: Emil Barja
Aðstoðaþjálfarar: Margrét Ósk Einarsdóttir & Karl Ágúst Hannibalsson
Dómari: Dominik Zielinski
Heimasíða mótsins: Nordic Championship
Hlekkur þar sem er hægt að kaupa streymisáskrift: Start | baskettv.se



