Íslensku U18 og U20 ára landsliðin mætast í æfingaleik í DHL-Höllinni á eftir kl. 20:00 en bæði eru liðin að undirbúa sig fyrir verkefni sumarsins. U18 ára landsliðið hefur þegar tekið þátt í Norðurlandamótinu sem fram fór í Solna í Svíþjóð en undirbýr sig nú af kappi fyrir Evrópumeistaramót U18 ára landsliða sem fram fer í Austurríki.
U20 ára landsliðið hinsvegar verður aðeins með eitt verkefni þetta sumarið en liðið er á leið til Helsinki um helgina til að taka þátt Í Norðurlandamótinu. Á mótinu verða Ísland, Svíþjóð, Danmörk og Finnland.
Mynd/ Jón Axel Guðmundsson leikmaður U20 ára landsliðsins.



