Íslenska U18 landslið drengja hefur leik í B-deild evrópumótsins í dag. Mótið fer fram í Tallinn í Eistlandi þetta árið og hefst í dag. Þrjú lið komast í A-deild EM að ári og því mikið undir.
Andstæðingar Íslands í þessum fyrsta leik er Georgía. Á evrópumótinu fyrir ári síðan endaði Ísland í 13. sæti mótsins en Georgía í því tíunda en liðin mættust ekki innbyrgðis.
Íslenska U18 landsliðið vann tvo leiki á Norðurlandamótinu sem fram fór fyrir stuttu og endaði í fjórða sæti mótsins. Ein breyting hefur verið gerð á hópnum frá Norðurlandamótinu en Hákon Örn Hjálmarsson meiddist á mótinu og verður frá í einhvern tíma. Í hans stað kemur Andrés Ísak Hlynsson leikmaður KR í liðið.
Leikur Georgíu og Íslands hefst kl 13:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Karfan.is.
Leikmannahópur U18 landsliðsins sumarið 2017 lítur svona út:
Andrés Ísak Hlynsson | KR |
Arnór Sveinsson | Keflavík |
Bjarni Guðmann Jónsson | Skallagrímur |
Gabríel Sindri Möller | Njarðvík |
Hilmar Pétursson | Haukar |
Hilmar Smári Henningsson | Haukar |
Hlynur Logi Ingólfsson | Fjölnir |
Ingvar Hrafn Þorsteinsson | ÍR |
Ísak Sigurðarson | Haukar |
Nökkvi Már Nökkvason | Grindavík |
Orri Hilmarsson | KR |
Sigvaldi Eggertsson | KR |
Þjálfari: Friðrik Ingi Rúnarsson
Aðstoðarþjálfari: Lárus Jónsson