spot_img
HomeFréttirU18 kvk Ísland 45-81 Danmörk: Danir grimmari

U18 kvk Ísland 45-81 Danmörk: Danir grimmari

U18 ára landslið Íslands mætir nú Dönum í sínum síðasta leik á NM í Svíþjóð. Fyrr í dag vann liðið sinn fyrsta sigur á NM síðan árið 2007 og þær hungrar í meira! Áfram Ísland!
Tölfræðilýsing á KKÍ.is og bein textalýsing af leiknum hér að neðan:
 
U18 Ísland-Danmörk: Textalýsing
 
 
Stigahæstu leikmenn Íslands í leiknum:
Margrét Rósa Hálfdánardóttir 11 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar
Hildur Björg Kjartansdóttir 8 stig og 10 fráköst
Hallveig Jónsdóttir 6 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar
__________________________________________________________________________________________
– Maður leiksins: Hildur Björg Kjartansdóttir með 8 stig og 10 fráköst
 
– LEIK LOKIÐ… lokatölur 45-81 fyrir Danmörk. Ísland mun engu að síður leika til bronsverðlauna á mótinu á sunnudag gegn Dönum og þá er tilvalið tækifæri til að ná fram hefndum!
 
– 41-72… Danir voru að setja niður þrist og leika nú við hvurn sinn fingur.
 
– 41-67 og 3.45mín til leiksloka. 
 
– 39-63… og það fjarar undan íslenska liðinu. Danir hafa leikið afar stíft og það hefur riðið baggamuninn.
 
– 7.50mín til leiksloka: 35-52 fyrir Dani sem leika stíft og íslenska liðið kemst lítt áleiðis.
 
– Fjórði leikhluti hafinn þar sem Margrét Rósa skorar fyrstu stigin eftir gegnumbrot og staðan 33-50 fyrir Dani.
 

Margrét Rósa Hálfdánardóttir
__________________________________________________________________________________________
– Þriðja leikhluta lokið:
Staðan 31-50 fyrir Dani sem unnu leikhlutann 21-13.
 
– 51 sek eftir af þriðja og staðan 31-48 fyrir Dani, Sara Diljá að setja niður tvö víti og búin að gera fjögur stig í röð fyrir Ísland.
 
– 29-46…Sara Diljá með flott stökkskot við endalínuna.
 
– 3.00mín eftir af þriðja: 26-46… munurinn orðinn 20 stig Dani í vil. Íslenska svæðisvörnin hefur lekið síðustu mínútur.
 
– 24-37 og Danir svara fullum hálsi þessari fínu byrjun Íslands á síðari hálfleik. Danir staddir í miðjum 9-0 spretti þegar Jón Halldór tekur leikhlé fyrir Ísland. Við ætlum að stinga því að núna að dómgæslan í þessum leik er lélegur brandari! Einhver horn virðast þessir dómarar hafa í síðu íslenska liðsins sem fær ekki neitt hjá þeim. Bæði eru þeir miður góðir og virkilega ósanngjarnir í garð Íslands… höfum svo ekki fleiri orð um þetta.
 
– 7.50mín eftir af þriðja: 24-30 fyrir Dani og Marín Laufey var að fara af velli með sína fjórðu villu í íslenska liðinu.
 
– 24-29… Hildur Björg með glæsilega körfu í teignum!
 
– Fljúgandi start á síðari hálfleik hjá Íslandi sem minnka muninn í 22-29, Margrét Rósa var hér í fimmta gír upp völlinn og lagði boltann af öryggi í körfuna.
 
– Síðari hálfleikur er hafinn…
___________________________________________________________________________________________
– Skotnýting Íslands í hálfleik:
Tveggja 18,8%, þriggja 33,3% og víti 75%
 
– Stigahæstu leikmenn Íslands í hálfleik:
Hildur Björg Kjartansdóttir 6 stig, 10 fráköst
Hallveig Jónsdóttir 3 stig
Margrét Rósa Hálfdánardóttir 3 stig
__________________________________________________________________________________________
– Hálfleikur: 18-29 fyrir Dani
. Íslenska vörnin mun betri í öðrum leikhluta en Danir unnu leikhlutann 10-7.
 
– Danirnir að frákasta. Fá fullt af skotum.
 
– 4.30mín eftir af öðrum: 16-25 fyrir Dani og ekki laust við að smá grimmd sé að færast í íslenska liðið. Vörnin er enn eitthvað sem við þurfum að huga betur að og láta Dani hafa meira fyrir stigunum sínum. Prófa að senda þær á vítalínuna stöku sinnum.
 
– 16-25… Andrea Björt með stökkskot í danska teignum og Ísland á 5-0 skriði!
 
– 14-25...Hildur Björg að setja þrist fyrir Ísland!
 
7.20mín eftir af öðrum: 11-25 fyrir Dani. Þær dönsku eru ,,aggressívar" og íslenska liðið er ekki að standa uppi í hárinu á þeim. Það hlýnar um 5-10 gráður í Solnahallen um leið og stelpurnar brýna klærnar.
 
– 11-23 fyrir Dani sem eru mun ákveðnari. 
 
– Annar leikhluti hafinn og Danir byrja hann eins og fyrsta, eftir stolinn bolta og skora í hraðaupphlaupi. Íslenska liðið þarf að fara betur með boltann.
___________________________________________________________________________________________
– Fyrsta leikhluta lokið: 11-19 fyrir Dani. Nú þurfa stelpurnar að stoppa í götin í vörninni. Hallveig og Margrét Rósa með 3 stig eftir fyrsta leikhluta.
 
– 8-17 fyrir Dani sem eru að hitta vel, íslenska vörnin ekki nægilega þétt og ákveðin.
 
– 6-13 fyrir Dani og 1.30mín eftir af fyrsta
 
– 6-9.. Margrét Rósa að smella niður þrist fyrir íslenska liðið.
 
– 1-7 fyrir Dani, Hildur Björg gerði fyrstu íslensku stigin af vítalínunni. Danir eru ákveðnir hér á upphafsmínútunum og íslenska liðið verður að koma sér í gírinn áður en frænkur okkar slíta sig lengra frá.
 
– 7.23mín liðnar af leiknum: 0-5 fyrir Dani og Jón Halldór tekur leikhlé fyrir íslenska liðið.
 
– 0-5 fyrir Dani sem byrja með látum.
 
– Danir gera fyrstu stig leiksins úr hraðaupphlaupi.
 
– Leikur hafinn…
 
– Byrjunarlið Íslands:
Margrét Rósa Hálfdánardóttir, Lovísa Falsdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Marín Laufey Davíðsdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir. 
 
Fréttir
- Auglýsing -