spot_img
HomeFréttirU18 kvenna: Ætlum að taka fullt fullt af fráköstum

U18 kvenna: Ætlum að taka fullt fullt af fráköstum

Jón Halldór Eðvaldsson mun stýra U18 ára kvennalandsliði Íslands á NM í Svíþjóð í næstu viku. Liðið ríður á vaðið fyrir Íslands hönd er það mætir Finnum miðvikudaginn 16. maí. Jón Halldór segir íslenska liðið ætla að taka fullt fullt af fráköstum og skora körfur í öllum regnbogans litum.
Hverjar eru ykkar vonir og væntingar fyrir mót?
Væntingar okkar eru þær að við náum að spila á fullu og við fáum sem allra mest útúr stelpunum. Hugafar leikmann er gríðarlega mikilvægt og ef hausinn er rétt skrúfaður á þá veit maður aldrei hvað getur gerst.
 
Hvernig hafa æfingar gengið hjá hópnum?
Æfingarnar hafa verið mjög góðar, við erum búin að vera á fullu að setja inn það sem við ætlum að gera á NM og hafa stelpurnar verið ótrúlega fljótar að ná þessu! Inná æfingarnar vantar 3 leikmenn sem staddir eru í Danmörku við nám og æfingar hjá Geoff Kotila. Þær hafa verið að fara í gegnum prógramið okkar hjá honum og erum við honum mjög þakklátir fyrir að leggja okkur lið í því. Svo hittum við stelpurnar á þriðjudaginn í Solna og tökum æfingu með öllum hópnum og stillum saman strengi okkar. Allir leikmenn eru heilir og í ótrúlega góðu skapi.
 
Við hverju býst hópurinn ytra og hvernig leggið þið upp dæmið?
Við ætlum að berjast fyrir öllu. Það verður allt skilið eftir á vellinum. Við ætlum að hlaupa, spila stífa vörn og taka fullt fullt af fráköstum svo ætlum við að skora körfur í öllum regnboganslitum. Þetta ætlum við að gera með bros á vör.
Aftur vil ég koma inná þetta með hugafarið! Það er 80% af þessu öllu. Ef við höfum sjálfstraust til að gera hluti og erum með alla okkar einbeitningu á körfubolta þá getur orðið mjög gaman.
 
Leikjadagskrá U18 ára landsliðs kvenna á NM 2012:
 
Miðvikudagur 16. maí
Ísland-Finnland
 
Fimmtudagur 17. maí
Ísland-Svíþjóð
 
Föstudagur 18. maí
Ísland-Noregur
 
Föstudagur 18. maí
Ísland-Danmörk
 
Landsliðshópur U18 kvenna:
 
Andrea Björt Ólafsdóttir · Njarðvík, 176 cm · framherji/miðvörður
Aníta Carter · Njarðvík, 165 cm · bakvörður
Aníta Eva Viðarsdóttir · Keflavík 168 cm · bakvörður
Hallveig Jónsdóttir · Valur, 180 cm · bakvörður/framherji
Hildur Björg Kjartansdóttir · Snæfell, 185 cm · framherji/miðvörður
Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir · Grindavík, 167 cm · bakvörður/framherji
Ingunn Embla Kristínardóttir · Keflavík, 177 cm · bakvörður/framherji
Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar, 186 cm · framherji/miðvörður
Lovísa Falsdóttir · Keflavík, 168 cm · bakvörður/framherji
Margrét Rósa Hálfdanardóttir · Haukar, 176 cm · bakvörður/framherji
Marín Laufey Davíðsdóttir · Hamar, 180 cm · framherji/miðvörður
Sara Diljá Sigurðardóttir · Valur, 182 cm · framherji/miðvörður
 
Þjálfari: Jón Halldór Eðvaldsson
 
  
Fréttir
- Auglýsing -