Íslenska U18 ára landsliðið mætir Hvít-Rússlandi í dag í B-deild Evrópukeppninnar sem fram fer í Tallinn í Eistlandi. Íslenska liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína rétt eins og Hvít-Rússar. Viðureignin hefst kl. 20:30 að staðartíma eða kl. 17:30 að íslenskum tíma.