spot_img
HomeFréttirU16 stúlkna með snappið

U16 stúlkna með snappið

Fyrsti leikdagur á Norðurlandamóti U16 og U18 landsliða er hafinn í Kisakallion í Finnlandi. Liðin æfðu í morgun eftir langan ferðadag í gær. Liðin æfðu í gær og hér má finna myndir frá þeim æfingum. 

 

Öll lið leika gegn Finnlandi í dag og hefst fyrsti leikur kl 10:30 að íslenskum tíma. Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari U16 stúlkna sagði sitt lið hafa tekið miklum framförum á síðasta árinu og hlakkaði til að keppa við sterkt finnskt lið í dag þegar Karfan.is talaði við hann stuttu fyrir mót. 

 

Það eru einmitt leikmenn U16 liðs stúlkna sem stjórnar snapchat reikningi Karfan.is í dag. Þar sýna þær frá undirbúningi fyrir leikinn gegn Finnlandi og slá ef til vill á léttari strengi. 

 

Bætið við "Karfan.is" á Snapchat. 

 

Fréttir
- Auglýsing -