Undir 16 ára lið Íslands tapaði fyrir Finnlandi í þriðja leik Norðurlandamóts þessa árs í Solnahallen með 100 stigum gegn 49. Liðið er því með einn sigur og tvö töp það sem af er móts.
Í fyrsta leikhluta var mikið jafnræði með á liðunum og ef eitthvað var, var það frekar lið Íslands sem að leit út fyrir að vera betra. Náðu t.a.m. í 6 stiga forystu í hlutanum, sem Finnland vann þó upp og endaði leikhlutinn í 13-13 stiga lás.
Í öðrum leikhlutanum var svo eins og æði hafi runnið á Finna, en hann unnu þeir með 35 stigum gegn 15. Staðan því ansi dökk, 20 stiga forskot sem vinna þurfti upp í þeim seinni.
Þegar liðin komu frá búningsherbergjum í seinni hálfleikinn var þó bara það sama uppi á teningnum. Finnland miklu mun sterkara. Unnu 3. leikhlutann með 31 stigi gegn aðeins 6. Leikurinn því að miklu leyti búinn, 45 stiga munur fyrir aðeins þær 10 mínútur sem eftir voru af leiknum.
Leikurinn endaði með 100-49 tapi Íslands.
Atkvæðamestur í íslenska liðinu var Gabríel Möller með 12 stig og 2 fráköst.
Næsti leikur liðsins er gegn Svíþjóð á morgun, en hægt verður að fylgjast með honum inni á www.kki.is (tölfræði) og að sjálfsögðu fylgir umfjöllun eftir leik héðan af www.karfan.is.
Umfjöllun, myndir & viðtöl / Davíð Eldur



