spot_img
HomeFréttirU16 lið karla tapaði fyrir Fjölni

U16 lið karla tapaði fyrir Fjölni

17:00

{mosimage}

Haukur Pálsson 

16 ára landslið drengja og meistaraflokkur Fjölnis léku æfingaleik í Rimaskóla í gærkvöldi.  Hart var tekist á og var leikurinn liður í lokaundirbúningi drengjanna fyrir B-deild Evrópumótsins sem hefst í næstu viku í Sarajevo.  Fjölnismenn unnu leikinn 83-55, en leikurinn var þó mun jafnari lengst af.

Einar Árni Jóhansson, þjálfari 16 ára liðs drengja hafði þetta að segja um leikinn: "Þetta var fínn liður í okkar undirbúning.  Við vorum að takast á við líkamlega sterkari stráka sem létu okkur hafa mikið fyrir hlutunum.  28 stig var heldur mikið, þar sem þetta stóð í 12 stigum þegar rúmar 6 mínútur voru eftir en við sýndum veikleikamerki á lokakaflanum sem við skoðum áður en við leggjum í hann í næstu viku.  Langar að nýta tækifærið og þakka Fjölnismönnum sem og dómurunum, þeim Sigmundi Má og Davíð Kristjáni fyrir þeirra aðstoð."

Stigaskor U16
Haukur Helgi Pálsson 11, Björn Kristjánsson 9, Hjalti Valur Þorsteinsson 9, Styrmir Gauti Fjeldsted 6, Andri Þór Skúlason 5, Oddur Ólafsson 4, Ólafur Helgi Jónsson 3, Elvar Sigurðsson 3, Andri Freysson 3, Óli Ragnar Alexandersson 2

Stigahæstir hjá Fjölni:
Magnús Pálsson 17, Tryggvi Pálsson 12, Árni Þór Jónsson 10

Snorri Örn Arnaldsson

{mosimage}

Oddur Ólafsson

{mosimage}

Haukur Pálsson 

{mosimage}

Andri Þór Skúlason 

{mosimage}

Haukur Pálsson 

{mosimage}

Elvar Sigurðsson 

{mosimage}

Haukur Pálsson 

{mosimage} 

Hjalti Valur Þorsteinsson 

{mosimage}

Oddur Ólafsson 

{mosimage}

Hjalti Valur Þorsteinsson 

{mosimage}

Styrmir Fjeldsted 

{mosimage}

Oddur Ólafsson

{mosimage}

Dómararnir Davíð og Sigmundur 

 

Fréttir
- Auglýsing -