spot_img
HomeFréttirU16: Ísland mætir Eistum í dag

U16: Ísland mætir Eistum í dag

10:18

{mosimage}

Riðlakeppni Evrópumóts U16 ára liða karla er nú lokið og endaði Ísland í þriðja sæti í sínum riðli. Þar með er liðið komið í keppni um níunda til sextánda sæti og mætir þar Eistum í dag kl 14 að íslenskum tíma.

Íslenska liðið er einnig í riðli með Belgum og Austurríki og tekur með sér stigin úr sigurleiknum gegn Austurríki. Þá eru sigruðu Belgar Eista í sínum riðli og hafa því tvö stig eins og Ísland.

Ef litið er á tölfræðilista mótsins má sjá að Haukur Pálsson kemur víða við, hann er í áttunda sæti yfir stigahæstu menn með 17,2 stig, þá er hann með næstflest fráköst allra eða 10,8 og hann kemst einnig inn á lista yfir tuttugu efstu í stoðsendingum þar sem hann hefur gefið 2. Björn Kristjánsson er þó efstur Íslendinga á þeim lista með 2,6 stoðsendingar og er í níunda sæti.

[email protected]

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -