spot_img
HomeFréttirU16 hefur undirbúning fyrir EM í Bosníu

U16 hefur undirbúning fyrir EM í Bosníu

9:00

{mosimage}

U16 ára landslið drengja fer af stað aftur um helgina, en þeir tóku þátt í NM í byrjun maí. Hópurinn mun æfa stíft í sumar, enda Evrópukeppni frá 13. til 25. ágúst og verður keppnin í Sarajevo í Bosníu.

Íslenska liðið er í 6 liða riðli, með heimamönnum, Svartfjallalandi, Austurríki, Hollandi og Dönum, en 23 lið taka þátt í B deildinni í þremur 6 liða riðlum og einum 5 liða riðli.

Einar Árni Jóhannsson þjálfari U16 drengja hefur valið 14 leikmenn í þennan undirbúning en 12 leikmenn munu fara til Bosníu. Æfingahópurinn er skipaður eftirtöldum:

Andri Freysson Haukar Bakvörður 187 cm 5 landsleikir
Andri Þór Skúlason Keflavík Miðherji 198 cm 6 landsleikir
Anton Örn Sandholt Breiðablik Framherji 191 cm 6 landsleikir
Björn Kristjánsson Breiðablik Bakvörður 184 cm 5 landsleikir
Björn I Björnsson Tyler Fjölnir Miðherji 196 cm nýliði
Daníel Geirsson Fjölnir Framherji 190 cm 5 landsleikir
Elvar Sigurðsson Fjölnir Bakvörður 180 cm 5 landsleikir
Guðmundur Kári Sævarsson Haukar Framherji 192 cm nýliði
Haukur Helgi Pálsson Fjölnir Framherji 198 cm 10 landsleikir
Hjalti Valur Þorsteinsson Hamar Bakvörður 183 cm 5 landsleikir
Oddur Ólafsson Hamar Bakvörður 182 cm 5 landsleikir
Ólafur Helgi Jónsson UMFN Bakvörður 190 cm 5 landsleikir
Óli Ragnar Alexandersson UMFN Bakvörður 178 cm 5 landsleikir
Styrmir Gauti Fjeldsted UMFN Framherji 193 cm 5 landsleikir

Hópurinn æfir á Ásvöllum í Hafnarfirði um helgina.

www.kki.is

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -