Hreinn úrslitaleikur um silfrið í U16 flokki drengja á Norðurlandamóti yngri landsliða fór fram í Finnlandi í dag. Þar mætti Ísland Eistlandi í hörkuleik þar sem allt var lagt í sölurnar.
Umfjöllun um helstu þætti leiksins má finna hér að neðan:
Gangur leiksins:
Eistland fór aðeins sterkar af stað en ljóst var frá fyrstu mínútu að leikurinn yrði gríðarlega jafn. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-18 fyrir Eistlandi. Varnarleikur Íslands var fínnn en skotin vildu ekki detta ofan í framan af.
Munurinn á liðunum var aldrei meiri en fjögur stig í fyrri hálfleik og skiptust liðin nokkuð á forystunni. Leikurinn var mjög líkamlegur á báða vegur og því baráttan gríðarlega mikil. Ísland seig framúr fyrir hálfleik og leiddi eftir hann 31-29.
Ísland byrjaði mun betur þriðja leikhluta og vann sig í betri stöðu á meðan eistarnir eltu. Leikurinn var samt sem áður í járnum og allt leit út fyrir háspennu er þriðja leikhluta lauk í stöðunni 53-52 fyrir Íslandi.
Það varð sem betur fer ekki þar sem vörn Ísland lokaði algjörlega vörninni í byrjun fjórða leikhluta. Eins og hendi væri veifað var munurinn skyndilega orðinn ellefu stig. Eistland setti saman smá áhlaup um miðjan leikhlutan en ekki sögunni meir. Ísland gaf meira í og vann að lokum 85-68.
Hetjan:
Veigar Áki Hlynsson átti enn og aftur frábæra innkomu fyrir Ísland. Hann endaði með 18 stig, 9 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Einnig var Dúi Þór Jónsson með 18 stig og Kolbeinn Fannar Gíslason var með tvöfalda tvennu 11 stig og 13 fráköst. Sjá má á tölfræði liðsins að liðsheildin er sterkari en einstaklingurinn og er hún hin sanna hetja.
Kjarninn:
Sigurinn þýðir að Ísland hlýtur silfur í U16 ára flokki drengja. Liðið spilaði heilt yfir virkilega vel og lét fyrir sér fara. Það er mikill andi í liðinu og gleðin mikil í hópnum. Sam sem áður nálgast liðið leikina af fagmennsku og virðast vera ákveðnir í að hlusta og bæta sig.
Eini tapleikur liðsins kom á móti Finnlandi fyrsta daginn og það með sex dögum. Það má því segja að liðið hafi verið hársbreidd frá sigri á mótinu. Liðið hefur bætt sig með hverjum leiknum og verður áhugavert að sjá þá mæta sterkum þjóðum á evrópumótinu.
Myndasafn (Ólafur Þór Jónsson)
Viðtöl eftir leik:
Umfjöllun, viðtöl / Ólafur Þór Jónsson
Mynd / KKÍ