6:16
{mosimage}
U15 ára landslið Íslands leikur til úrslita á Copenhagen Invitational-mótinu á morgun kl 11.30 að íslenskum tíma. Þeir leika gegn WKK Wroclaw frá Póllandi. Í gær unnu þeir báða leiki sína og unnu því alla leikina í riðlakeppninni.
Fyrri leikurinn í gær var gegn Dönum og vann Ísland 62-52. Stigaskorið í leiknum dreifðist þannig: Matthías Orri með 22 stig, Martin með 10, Valur 9, Baginski 8, Dagur 7, Elvar 4 og Stefán 2.
Lokaleikurinn var gegn tékkneska liðinu BCM Ostrava og var það úrslitaleikur um fyrsta sætið í riðlinum. Strákarnir léku við hvurn sinn fingur og unnu 82-59. Stigaskor íslenska liðsins: Martin Hermannsson 22, Maciej Stanislav Baginski 14 (á 10 min), Matthias Orri Sigurðarson 12, Dagur Sturluson 10, Valur Orri Valsson 9 (9 stoðsendingar), Elvar Friðriksson 6, Darri Freyr Atlason 4, Emil Karel Einarsson 2, Þorgrimur Kári Emilsson 2 (8 varin skot), Stefán Karel Torfason 1.
Mynd: www.kr.is/karfa



