11:00
{mosimage}
Hér eru U15 strákarnir á æfingu í körfuknattleiksbænum Njarðvík
Í byrjun júní fer U15 drengjalandsliðið á alþjóðlegt boðsmóti (Copenhagen Invitational). Í ár er keppt í tveimur aldursflokkum á mótinu, 1993 og 1994. Átta lið eru í hvorum aldursflokki og er þeim skipt í tvo riðla. Nú er ljóst með hvaða liðum Ísland er með í riðli og hvernig leikirnir raðast:
6. júní kl. 10:45 Ísland U15 – Wroclawski Klub Koszykowki
6. júní kl. 18:30 Ísland U15 – Berliner BV
7. júní kl. 9:00 Ísland U15 – Danmörk U15
7. júní kl. ? Leikið í kross
8. júní kl. ? Leikið um sæti
Karfan.is telur að Ísland sé í sterkari riðlinum. Fyrsti leikurinn þann 6. júní er á móti pólska liðinu WKK Wroclaw Basketball Club. Þetta félag er með eitt besta yngri flokka starfið í Póllandi. 1993 árgangurinn hjá þeim er mjög sterkur, þeir voru Póllandsmeistarar árið 2007 og þykja líklegir til að verja titilinn. Seinni leikurinn á föstudeginum er á móti héraðsliði Berlínarborgar. Þetta lið hefur æft lengi saman, tekið þátt í mörgum verkefnum og staðið sig vel í þeim. Berlínarliðið er að undirbúa sig fyrir fyrir héraðsmót í október þar sem næsta þýska U16 lið verður valið. Morgunleikurinn á laugardeginum verður á móti Dönum, eftir hádegi er leikið í kross og á sunnudeginum verður leikið um sæti.
Eftirtaldir 16 leikmenn eru í liðinu:
Alexander Jarl Þorsteinsson ÍBV 185 cm. 1993
Andri Þór Skúlason Keflavík 198 1993 (5 landsleikir)
Anton Örn Sandholt Breiðablik 191 1993 (5 landsleikir)
Aron Ingi Valtýsson Keflavík 180 1993
Ágúst Orrason Breiðablik 180 1993
Emil Karel Einarsson Þór Þorlákshöfn 195 1994
Ingi Rúnar Kristinsson Breiðablik 181 1993
Kristófer Ednuson KR 190 1993
Maciej Stanislav Baginski Njarðvík 185 1995
Matthías Orri Sigurðarson KR 176 1994
Oddur Birnir Pétursson Njarðvík 190 1993
Sigtryggur Arnar Björnsson Kanada 175 1993
Snorri Hrafnkelsson Breiðablik 198 1993
Valur Orri Valsson Skallagrímur 176 1994
Þorsteinn Ragnarsson Þór Þorlákshöfn 181 1993
Ægir Hreinn Bjarnason Breiðablik 175 1993
Myndasmiður er Sigurður Hjörleifsson