spot_img
HomeFréttirU 18: Tap fyrir Portúgal í spennuleik

U 18: Tap fyrir Portúgal í spennuleik

{mosimage}

Stelpurnar í  U 18 ára landsliðinu töpuðu með tveimur stigum fyrir Portúgal, 58-60, í öðrum leik sínum í úrslitariðlinum à Evrópumótinu í Chieti á Ítalíu eftir að hafa haft forustuna nanast allan leikinn. Ísland átti boltann þegar fjórar sekúndur voru eftir og brotið var á Helenu Sverrisdóttur í 3ja stiga skoti. Dómararnir daemdu villu en gàfu ekki skot og flautuðu þess í stað leikinn af íslenska hópnum til mikillar furðu. Helena Sverrisdóttir var stigahæst með 19 stig þar af öll 8 stig íslenska liðsins í fjórða leikhlutanum. 

Ísland hefur þar með tapað þremur leikjum í röd gegn Portúgal með tveimur stigum hjá 18 ára landsliði kvenna og allir hafa þeir verið spilaðir á einu ári. Íslenska liðið tapaði tvisvar fyrir Portúgal á Evrópumótinu í Bosníu í fyrra. Allir hafa þessir leikir þróast eins, íslenska liðið med forustuna allan tímann en Portúgal hefur síðan ávallt stolið sigrinum í lokin. 

Atkvæðamestar í íslenska liðinu: Helena Sverrisdottir 19 stig (10 frakost, 8 stoðsendingar)Ingibjorg Elva Vilbergsdottir 12 stigBryndis Guðmundsdottir 10 stig (8 frakost, 3 stoðsendingar)Sigrun Amundadottir 7 stig (9 frakost, 3 stolnir)Margret Kara Sturludottir 6 stig (11 frakost, 3 stoðsendingar)Maria Ben Erlingsdottir 4 stig 

Næsti leikur er gegn Makedoníu í dag klukkan 15.15 að íslenskum tíma en síðan tekur við frídagur áður en stelpurnar spila tvo síðustu leikina við Finna og Íra.

Frétt af www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -