spot_img
HomeFréttirU 18: Strákarnir ljúka keppni

U 18: Strákarnir ljúka keppni

{mosimage}

(Hörður Axel hefur vakið athygli í Grikklandi) 

Strákarnir í U18 hafa lokið leik í lokakeppni EM 18 ára landsliða sem fram fer í Grikklandi. Strákarnir töpuðu fyrir Þýskalandi 63-92 í leik þar sem ekkert gekk upp. Í dag unnu þeir sigur gegn Úkraínu 102-86 og þar með sinn þriðja sigur á mótinu.

Brynjar Björnsson var stigahæstur í báðum leikjunum, 22 gegn Þjóðverjum og 30 stig gegn Úkraínu. Þjóðverjar eru með hávaxnasta liðið í keppninni og nánast ógjörningur fyrir lið eins og það íslenska að sækja að körfunni. Það var því vitað að hittnin fyrir utan yrði að vera í topp lagi en því míður gekk það ekki eftir. Hittnin var hins vegar í góðu lagi gegn Ukraínu í morgun. Allir hittu vel bæði fyrir innan og utan 3ja stiga línuna.

Þrátt fyrir þessa þrjá sigra á meðal þeirra bestu í heimsálfunni dugðu þeir ekki til að Ísland héldi sér uppi. Liðið endaði í 15. sæti. Nokkrar þjóðir sem unnu færri leiki héldu sér uppi en fyrirkomulagið getur verið grimmt eins og í þessu tilfelli.

Leikir liðsins voru í aðra hvora áttina. Annað hvort vann liðið sannfærandi sigra eða tapaði stórt. Þetta eru fyrstu leikir strákanna á meðal þeirra bestu og því reynslan á þessu styrkleikaplani engin. Vaskleg framganga liðsins hefur vakið verðskulda athygli og hafa sumir leikmenn og þjálfari fengið fyrirspurnir frá erlendum liðum.

Í kvöld fer fram úrslitaleikur mótsins en þá eigast við núverandi Evrópumeistarar Frakka og Litháar. Hópurinn ætlar að sjálfsögðu að fara á leikinn og mun halda heim strax að honum loknum í langt og strangt ferðalag.

Frétt af www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -