spot_img
HomeFréttirU 18: Féllu úr A-deild

U 18: Féllu úr A-deild

{mosimage}

(Brynjar Björnsson)

Íslenska U 18 ára lið karla er fallið úr A-deild Evrópukeppninnar eftir stórtap gegn Þjóðverjum 63-92. Brynjar Björnsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig og Hjörtur Einarsson kom honum næstur með 14 stig. 

Vissulega mikil vonbrigði að strákarnir skyldu ekki ná að halda sæti sínu í A-deild en það var yfirlíst markmið hópsins áður en þeir héldu til Grikklands þar sem mótið fer fram. 

Þjóðverjar voru grimmir í upphafi leiks og leiddu að loknum fyrsta leikhluta 14-25 og það sem eftir lifði leiks fór mikið púður hjá íslenska liðinu í að brúa bilið en Þjóðverjar héldu fengnum hlut. 

Tölfræði leiksins

Mynd: www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -